Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

Fyrsta hátíðin var haldin í Brussel 1991 og hét þá Ólympíudagar æskunnar.

ÍSÍ hefur jafnan reynt að senda fríðan hóp ungs fólks til leikanna og í Brussel voru þátttakendur 27 úr fjórum íþróttagreinum. Fyrsta árið var eingöngu sumarhátíð en strax 1993 var einnig komið á vetrarhátíð og hefur svo verið síðan þá.

Heiti hátíðarinnar er Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar og er ”Fair Play” eða háttvísi eitt af megin einkunnarorðum hátíðarinnar. Mikið er lagt upp úr því að þetta sé skemmtun, og þátttakendur kynnist ungu fólki frá öðrum löndum Evrópu. Ekki er lagt upp með að áherslan sé sú sama og á Ólympíuleikum þeirra fullorðnu eða á  heimsmeistarakeppnum.

Í meðfylgjandi töflu má sjá hvar hátíðin hefur verið haldin, auk fjölda þátttakenda frá Íslandi:

Sumar 2017 Györ, Ungverjalandi 52
Vetrar 2017 Erzurum, Tyrklandi 24
Sumar 2015 Tbilisi, Georgía 27
Vetrar 2015 Vorarlberg, Austurríki og Liechtenstein 14
Sumar 2013 Utrecht, Holland 31
Vetrar 2013 Brasov, Rúmenía 18
Sumar 2011 Trabzon, Tyrkland 38
Vetrar 2011 Liberec, Tékkland 17
Sumar 2009 Tampere, Finnland 57
Vetrar 2009 Slask-Beskidy, Pólland 15
Sumar 2007 Belgrad, Serbía 53
Vetrar 2007 Jaca, Spánn 14
Sumar 2005 Lignano, Ítalía 33
Vetrar 2005 Monthey, Sviss 12
Sumar 2003 París, Frakkland 61
Vetrar 2003 Bled, Slóvenía 17
Sumar 2001 Murcia, Spánn 41
Vetrar 2001 Vuokatti, Finnland 16
Sumar 1999 Esbjert, Danmörk 50
Vetrar 1999 Poprad Traty, Slóvakía 20
Sumar 1997 Lissabon, Portúgal 28
Vetrar 1997 Sundsvall, Svíþjóð 19
Sumar 1995 Bath, England 39
Vetrar 1995 Andorra 16
Sumar 1993 Valkenswaard, Holland 53
Vetrar 1993 Aosta, Ítalía 7
Sumar1991 Brussel, Belgía 27