Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

21

Bjarni Friðriksson

Bjarni Ásgeir Friðriksson (1956) er án efa þekktasti júdómaður þjóðarinnar og einn mesti afreksmaður íslenskra íþrótta. Bjarni keppti á fjórum Ólympíuleikum, Moskvu 1980, Los Angeles 1984, Seoul 1988 og Barcelona 1992.

Á leikunum 1984, þann 9. ágúst, keppti Bjarni í -95 kg. flokki. Keppendur á leikunum voru 24. Bjarni sat yfir í fyrstu umferð en keppti svo við Danann Carsten Jensen í annarri umferð sem hann sigraði á ippon (fullnaðarsigur). Í þriðju umferð mætti Bjarni Bandaríkjamanninum Leo White sem hann sigraði og komst hann þar með í undanúrslit. Þar mætti hann Douglas Vieira frá Brasilíu sem hann tapaði fyrir og átti þá eingönu eftir glímuna um bronsið. Þar mætti hann Ítalanum Yuri Fazi sem hann sigraði með glæsilegu kasti og armlás í kjölfarið.

Bjarni Friðriksson var útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ 29. desember 2012. Hér má sjá hans síðu í Heiðurshöll ÍSÍ.

RÚV gerði þátt um Bjarna Friðriksson (360 gráður í nóv. 2012) þar sem hann segir frá því hvað hann er að gera í dag og gerir upp stærstu stundirnar á ferlinum. Þáttinn er hægt að sjá hér.