Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

21

Vala Flosadóttir

Vala Flosadóttir er fædd og uppalin á Bíldudal. Á táningsaldri flutti hún út til Svíþjóðar þar sem hún stundaði stangarstökk. Hér heima keppti Vala fyrir ÍR. Vala náði frábærum árangri í grein sinni. Meðal hennar helstu afreka má nefna að á árunum 1995-1997 setti hún fimm heimsmet unglinga. Árið 1998 setti hún tvisvar sinnum heimsmet innanhúss í kvennaflokki. Meðal helstu titla má nefna að Vala varð Evrópumeistari unglinga 1999 og fullorðinna innanhúss árið 1996. Bestum árangri náði Vala á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000, þá tryggði hún sér bronsverðlaun með 4,50 m stökki. Vala var kosin íþróttamaður ársins árið 2000.

Vala Flosadóttir var útnefnd í Heiðurshöll ÍSÍ þann 29. desember árið 2012. Hér má sjá hennar síðu í Heiðurshöll ÍSÍ.

RÚV gerði þátt um Völu Flosadóttur (360 gráður í okt. 2012) þar sem hún lítur til baka á ferilinn. Þáttinn er hægt að sjá hér