Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

21

Vilhjálmur Einarsson

Vilhjálmur Einarsson (1934) er einn frægasti íþróttagarpur Íslandssögunnar.  Á unga aldri iðkaði hann alhliða frjálsíþróttir í heimabyggð sinni á Austfjörðum. Er hann kom til Reykjavíkur hóf hann að æfa með ÍR og komu þá stökkhæfileikar hans í ljós. Fremur óvænt náði hann lágmarki í grein sinni og var valinn til keppni á Ólympíuleikunum í Melbourne 1956. Skemmst er frá því að segja að þar varð Vilhjálmur heimsfrægur fyrir að setja Ólympíumet í þrístökki og stökkva 16,26 m.  Þessi árangur dugði í annað sætið.  Vilhjálmur tók aftur þátt í Ólympíuleikunum í Róm 1960.  Stökk hann þá 16,37 m sem dugði í fimmta sæti.

Vilhjálmur Einarsson var sá fyrsti sem útnefndur var í Heiðurshöll ÍSÍ, þann 28. janúar 2012. Hér má sjá hans síðu í Heiðurshöll ÍSÍ.

Í febrúar 2012 kom Vilhjálmur fram í íþrótta- og mannlífsþætti RÚV, 360 gráðum, þar sem farið var yfir íþróttaferilinn með honum. Þáttinn má sjá hér.