Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

21

2018 PyeongChang

Vetrarólympíuleikarnir fara fram í PyeongChang í Suður-Kóreu frá 9.- 25. febrúar 2018.


Pyeongchang er sýsla í Gangwon héraði. Þar búa um 45 þúsund manns. Í tengslum við Vetrarólympíuleikana 2018 er nafn hennar ritað PyeongChang.

 

Hér má sjá facebook-síðu leikanna

 

Íslenskir keppendur

Skíðaganga - 10 km F
 
Skíðaganga – sprettganga.
Skíðaganga – 15km F, 30km skiptiganga, 50km C Mst
Alpagreinar – svig og stórsvig.
 
Alpagreinar karla – svig og stórsvig.

Fréttir

16.04.2018

Ólympísk listaverk í PyeongChang

Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hratt af stað skemmtilegu verkefni í kringum Vetrarólympíuleikana í PyeongChang í febrúar. Nefndin bauð fjórum Ólympíuförum, sem einnig eru listamenn, að vera hluti af Vetrarólympíuleikunum með því að skapa listaverk sem tengist leikunum. Út frá þessu urðu til tvö ólík listaverk, annað kallast Ólympíudraumar og er stuttmynd sem skiptist í fimm þætti, hitt er málverk sem sýnir ólympísk gildi.
Nánar ...
10.04.2018

Viðurkenningar veittar vegna PyeongChang 2018

Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, bauð til móttöku sunnudaginn 8. apríl sl. til að heiðra þá keppendur sem kepptu á Vetrarólympíuleikunum og Vetrar-Paralympics í PyeongChang 2018. Að því tilefni var keppendum og öðrum þátttakendum veittar viðurkenningar frá mótshöldurum, Alþjóðaólympíuhreyfingunni og ÍSÍ.
Nánar ...
25.02.2018

PyeongChang 2018 - Lokahátíðin

Loka­hátíð Vetr­arólymp­íu­leik­anna í Pyeongchang fór fram í há­deg­inu í dag á íslenskum tíma. Snorri Einarsson var fánaberi og naut þess hlutverks vel.
Nánar ...
24.02.2018

PyeongChang 2018: Snorri fánaberi

Snorri Eyþór Einarsson, keppandi í skíðagöngu, verður fánaberi Íslands á lokahátíð XXIII Vetrarólympíuleikanna í PyeongChang 2018. Lokahátíðin fer fram að kvöldi 25. febrúar kl. 20:00 að staðartíma (kl.11:00 á ísl.tíma) og verður hún sýnd í beinni útsendingu á RÚV.
Nánar ...
20.02.2018

PyeongChang 2018 - Keppni í fullum gangi

Vetrarólympíuleikarnir í PyeongChang í Suður-Kóreu eru enn í fullum gangi. Leikunum lýkur þann 25. febrúar, en það kvöld fer lokahátíðin fram og verður sýnt á RÚV 2 kl.11:00.
Nánar ...
16.02.2018

PyeongChang 2018 - Snorri stóð sig vel

Snorri Eyþór Ein­ars­son keppti í morgun í 15 km göngu með frjálsri aðferð á Vetr­arólymp­íu­leik­un­um í Pyeongchang. Keppendur voru ræstir út með 30 sekúndna millibili en alls voru 119 einstaklingar sem hófu keppni. Snorri náði 56. sæti er hann kom í mark á 37:05,6 mín­út­um, 3:21,7 mín­út­um á eft­ir sigurvegaranum Dario Cologna frá Sviss sem er Ólymp­íu­meist­ari. Cologna náði þeim merka áfanga að vera fyrsti maðurinn til að vinna eina skíðagöngugrein á Ólympíuleikum þrisvar sinnum, 2010, 2014 og 2018.
Nánar ...
15.02.2018

PyeongChang 2018 - Elsa og Freydís Halla í eldlínunni

Elsa Guðrún Jónsdóttir náði þeim merka áfanga í morgun að vera fyrst íslenskra kvenna til þess að taka þátt í skíðagöngu fyrir Íslands hönd. Elsa kom í mark á 31:12,8 mín­út­um og varð 6,12 mín­út­um á eft­ir Ólymp­íu­meist­ar­an­um Ragn­hild Haga frá Nor­egi. Elsa Guðrún, sem var 77. í rás­röðinni, hafnaði í 78. sæti af 90 kepp­end­um.
Nánar ...
13.02.2018

PyeongChang 2018 - Isak í 55. sæti í sprettgöngu

Í dag fór fram sprettganga karla á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang. Byrjað var á tímatöku sem er undankeppni fyrir úrslitin, en einungis 30 bestu komast í úrslitin. Isak Stianson Pedersen var eini íslenski keppandinn sem tók þátt. Ræsti hann út nr.71 af alls 80 keppendum en ræst er út eftir stöðu á heimslistanum. Isak átti frábæra göngu, en hann kom í mark á 3:24,57 mín­út­um og endaði í 55. sæti. Hann fær 102.03 FIS punkta. Eru þetta hans bestu FIS punktar á ferlinum í sprettgöngu, en á heimslista er hann með 165.71 FIS punkta og því um stóra bætingu að ræða.
Nánar ...
12.02.2018

PyeongChang 2018 - Keppni frestað vegna veðurs

Keppni í stór­svigi kvenna á Vetr­arólymp­íu­leik­un­um í Pyeongchang í Suður-Kór­eu fór ekki fram í nótt vegna veðurs. Frey­dís Halla Ein­ars­dótt­ir átti að keppa kl. 1.15 að ís­lensk­um tíma, í sinni fyrri ferð, en sú seinni átti að hefjast kl. 4.45. Nýr tími fyr­ir stór­svig kvenna er 15. febrúar.
Nánar ...
10.02.2018

PyeongChang 2018 - Góðir gestir í Ólympíuþorpinu

​Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- menningar- og íþróttamálaráðherra, var viðstödd setningu Vetrarólympíuleikanna í PyeongChang sem fram fór í gær og í dag skoðaði hún aðstæður á leikunum, hitti keppendur og heimsótti Ólympíuþorpið.
Nánar ...