Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22.03.2018 - 22.03.2018

Ársþing ÍS 2018

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja verður...
23.03.2018 - 24.03.2018

Ársþing FRÍ 2018

Ársþing Frjálsíþróttasambands Íslands verður...
20

Hreyfitilboð - Vesturland

Akranes í samstarfi við Skilamannahrepp, Innri-Akranesh.,Hvalfjarðarh., Leirárh.og Melahrepp.
Heilsuefling á vegum Fjölskyldusviðs í samvinnu við ÍA, FEBAN og heilsugæslu er í 6 vikur á haustin,  námskeið í stafgöngu er á vorin, einnig er boðið upp á leiðsögn í tækja- og þreksal. Félag eldri borgara á Akranesi, FEBAN sér um sundleikfimi, boccia, keilu og pútt. Liðleikaæfingar eru í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 10-11. 67 ára og eldri fá frítt í sund en greiða kr.100 fyrir komu í tækjasal. Samningur er í gildi milli Akraneskaupsstaðar og Hvalfjarðarsveitar um að íbúar Hvalfjarðarsveitar 67 ára og eldri getir sótt félagsstarfið.
Nánari upplýsingar veitir Sigrún Gísladóttir öldrunarfulltrúi sigrun@akranes.is, 433-1000 og hjá FEBAN, Félag eldri borgara á Akranesi og nágrenni, Kirkjubraut 40 s: 431 2000.

Borgarbyggð og Borgarfjarðarsveit
Á dvalarheimilinu er leikfimi og boðið er upp á sundleikfimi.
Aðgangur að sundlaug og íþróttahúsi er ókeypis fyrir 67 ára og eldri.
Starfrækt eru tvö félög eldriborgara, í Borganesi og nágrenni og hitt í uppsveitum.
Nánari upplýsingar veitir Hjördís Heiðrún Hjartardóttir félagsmálastjóri,  hjordis@borgarbyggd.is

Snæfellsbær
Boðið er upp á leikfimi og jóga á Dvalarheimilinu Jaðri, tvo daga í viku.
Nánari upplýsingar veitir Lilja Ólafardóttir bæjarritari, lilja@snb.is

Stykkishólmur
Hjartahópurinn hittist reglulega í sundi undir stjórn kennara á þriðjudögum kl. 17 og boðið er uppá Boccia í íþróttahúsinu kl. 10-12 á föstudögum. Eldri borgarar borga lægra gjald í laugina.
Nánari upplýsingar veitir Þór Örn Jónsson bæjarritari, 438-1700, thor@stykkisholmur.is

Reykhólahreppur
Líkamsþjálfun er á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð. Þar er hægt að fara á þrekhjól.
Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjori@reykholar.is