Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er að leggja lokahönd á litakerfi fyrir íþróttir. Munu upplýsingar birtast hér á síðunni. Nánar um litakóðakerfi er að finna á covid.is
Líkt og öll önnur starfsemi hefur íþróttastarf á Íslandi ekki farið varhluta af afleiðingum COVID-19 veirunnar og baráttu gegn dreifingu hennar. Á undirsíðum sem finna má til hliðar á síðunni má finna upplýsingar um algengar spurningar og svör, reglur sérsambanda vegna COVID-19 og yfirlit yfir sóttvarnarfulltrúa félaga.
Hér fyrir neðan má svo finna samantekt á fréttum sem birst hafa á heimasíðu ÍSÍ og tengjast COVID-19 og íþróttahreyfingunni.
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis sem fela í sér varfærnar tilslakanir á gildandi samkomutakmörkunum. Breytingarnar taka gildi 18. nóvember. Þær eru helstar að íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna í leik- og grunnskólum verður heimilt á ný. Nánar ...30.10.2020
Í dag laugardaginn 24. október áttu fulltrúar almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins fund með ÍSÍ, sérsamböndum ÍSÍ, Íþróttabandalagi Reykjavíkur, Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar, Ungmennasambandi Kjalarnesþings og fulltrúum fyrir hönd sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Nánar ...21.10.2020
Framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti á fundi sínum rétt í þessu að beina því til íþróttahreyfingarinnar á höfuðborgarsvæðinu að fara að tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.
Framkvæmdastjórn ÍSÍ beinir því einnig til íþróttahreyfingarinnar í heild að taka tillit til þeirra aðstæðna sem skapast hafa á höfuðborgarsvæðinu og þeirra aðgerða sem sérsambönd ÍSÍ hafa þurft að grípa til í kjölfarið.Nánar ...08.10.2020
Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem eftirfarandi kemur fram:
Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa lagt áherslu á að stöðva íþróttir og líkamsrækt á höfuðborgarsvæðinu næstu 2 vikurnar til að koma í veg fyrir hópamyndun, nánd og blöndun aðila úr ólíkum áttum sem eykur líkur á dreifingu smits og hugsanlega auknu álagi á heilbrigðiskerfið.
Nánar ...08.10.2020
ÍSÍ bendir á að á vef covid.is má sjá upplýsingar um hvernig forðast má smit. Þú getur varið þig og aðra gegn smiti með því að fylgja þessum ráðum:
Nánar ...06.10.2020