Beint á efnisyfirlit síðunnar

04.03.2013

Ársþing USAH

Ársþing Ungmennasambands Austur-Húnvetninga fór fram í gær, 3. mars. Mikið og gott starf unnið hjá sambandinu og aðildarfélögum nú á afmælisári sambandsins en þann 30. mars 2012 voru liðin 100 ár frá stofnun þess.
Nánar ...
04.03.2013

Eftirlit með fæðubótarefnum

Eftir að fæðubótarefni voru skilgreind sem matvæli tók Matvælastofnun við eftirliti með innflutningi fæðubótarefna. Á markaði fara heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga með eftirlit og Matvælastofnun samræmir eftirlitið.
Nánar ...
01.03.2013

Árangursríkt Lífshlaup

Verðlaunaafhending Lífshlaupsins fór fram í dag. Fulltrúar frá 12 skólum tóku á móti verðlaunum fyrir frammistöðu sína í grunnskólakeppninni þar sem keppt var um fjölda daga. Einnig tóku fulltrúar frá 30 vinnustöðum á móti sínum verðlaunum fyrir frammistöðu sína í vinnustaðakeppni Lífshlaupsins þar sem keppt var um að
Nánar ...
01.03.2013

Verðlaunaafhending Lífshlaupsins í dag

Nú er hvatningarleik grunnskólanna og vinnustaðakeppninni í Lífshlaupinu í ár lokið og var þátttakan frábær. Verðlaunaafhending fer fram í dag, föstudaginn 1. mars kl: 12:10-13:00 í hátíðarsal KSÍ 4. hæð í Laugardalnum. Liðsstjórum er boðið að taka með sér 2-3 liðsmenn og þiggja léttar veitingar í boði Ávaxtabílsins.
Nánar ...
28.02.2013

Verðlaunaafhending Lífshlaupsins

Verðlaunaafhending Lífshlaupsins fer fram á morgun, föstudaginn 1. mars, kl. 12:10 - 13:00 í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í öllum flokkum. Í vinnustaðakeppninni fyrir hlutfall daga og mínútna og í grunnskólakeppninni fyrir hlutfall daga. Staðfest úrslit í grunn- og vinnustaðakeppni Lífshlaupsins má finna með því að smella hér.
Nánar ...
26.02.2013

Nýtt þátttökumet

Lokadagur vinnustaðakeppni Lífshlaupsins er í dag, þriðjudaginn 26. febrúar. Nýtt þátttökumet var slegið í ár þar sem um 20.600 þátttakendur eru skráðir í grunnskóla- og vinnustaðakeppninni í ár. Mikil spenna er á milli efstu vinnustaða og skóla í öllum flokkum.
Nánar ...
25.02.2013

Ársþingi Siglingasambands Íslands lokið

Ársþing Siglingasambands Íslands fór fram laugardaginn 23. febrúar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Á þessu ári eru 40 ár liðin frá stofnun sambandsins og í ræðu Úlfs Hróbjartssonar formanns SÍL kom fram að þó að margt hefði áunnist í starfsemi siglingaíþrótta á þessum 40 árum þá stæði íþróttin enn frammi fyrir stórum áskorunum, ekki síst í aðstöðumálum.
Nánar ...
25.02.2013

Nýr formaður Íþróttabandalags Suðurnesja

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja fór fram í Golfskálanum í Grindavík 18. febrúar síðastliðinn. Þingið var vel sótt og áttu öll virk félög í sambandinu þar fulltrúa. Gunnlaugur Hreinsson sem hefur verið formaður sambandsins með hléum í 20 ár, nú síðast samfellt í 8 ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs.
Nánar ...
22.02.2013

Foreldrar

Undirritaður hefur verið þátttakandi í íþróttahreyfingunni meira og minna frá barnæsku, í flestum þeim hlutverkum sem hreyfingin hefur upp á að bjóða – allt frá því að vera iðkandi í yngstu aldursflokkum, frá því að njóta þeirra forréttinda að vera keppandi fyrir Íslands hönd á alþjóðavettvangi, og til þess að sinna stjórnunarstörfum í efsta lagi stjórnkerfisins.
Nánar ...
21.02.2013

Brasov 2013 - Fjórði keppnisdagur

Í dag var fjórði keppnisdagur á 11. Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Brasov í Rúmeníu. Íslensku keppendurnir tóku þátt í listhlaupi á skautum, svigi pilta sem og í sprettgöngu pilta og stúlkna.
Nánar ...
20.02.2013

EYOWF - Brasov 2013 - Þriðji keppnisdagur

Í dag var þriðji keppnisdagur á 11. Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Brasov í Rúmeníu. Íslensku stúlkurnar í alpagreinum og listhlaupi á skautum kepptu í dag, en frí var hjá keppendum í skíðagöngu.
Nánar ...
19.02.2013

Fréttir frá Brasov

Í dag hélt keppnin áfram á 11. Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Brasov í Rúmeníu. Elena Dís Víðisdóttir frá Skíðafélagi Ísafjarðar og Jónína Kristjánsdóttir kepptu í 5km skíðagöngu stúlkna og varð Jónína í 58. sæti á 331,45 punktum og Elena Dís í 59. sæti á 363,87 punktum. 68 stúlkur voru skráðar til keppni.
Nánar ...

    Á döfinni

    23