Beint á efnisyfirlit síðunnar

18.03.2013

Hannes S. Jónsson áfram formaður KKÍ

Ársþing Körfuknattleikssambands Íslands var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal laugardaginn 16. mars. Þingið var vel sótt en 106 fulltrúar frá 27 félögum og 3 héraðssamböndum/íþróttabandalögum mættu til þings.
Nánar ...
15.03.2013

Fundur um þjálfaramenntun með LH og FSu

Fundur um þjálfaramenntun var haldinn á Selfossi, Hestamiðstöðinni Votmúla fimmtudaginn 14. mars síðastliðinn. Fundinn sátu fulltrúar úr stjórn Landssambands hestamanna, forystufólk á Hestabraut Fjölbrautaskóla Suðurlands og Viðar Sigurjónsson fyrir hönd Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Rætt var um þjálfara-/kennaranám í hestaíþróttum og það menntakerfi sem til er innan íþróttahreyfingarinnar í þessum efnum, þ.e. þjálfaramenntun ÍSÍ. Hestabraut hefuir lengi verið til við FSu og rikir vilji til samstarfs við ÍSÍ um námsframboð þar og gagnkvæmt mat á náminu í þessum fræðum.
Nánar ...
13.03.2013

Guðríður áfram formaður HSK

Ársþing Héraðssambandsins Skarphéðins var haldið í Aratungu laugardaginn 9. mars síðastliðinn. Um 100 manns mættu til þings og var þingið starfssamt. Alls voru samþykktar 23 tillögur á þinginu.
Nánar ...
11.03.2013

Golfklúbbur Suðurnesja fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Golfklúbbur Suðurnesja fékk endurnýjun viðurkenningar klúbbsins sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ fimmtudaginn 7. mars síðastliðinn í inniaðstöðu félagsins að Hafnargötu 2 í Keflavík. Viðurkenningin gildir til fjögurra ára en þá þarf að sækja um endurnýjun hennar á nýjan leik. Það var Sigríður Jónsdóttir formaður Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ sem afhenti þeim Gunnari Jóhannssyni framkvæmdastjóra golfklúbbsins og inga Rúnari íþróttastjóra viðurkenninguna.
Nánar ...
11.03.2013

Starfsamt ársþing HSÞ

Ársþing HSÞ val haldið á Grenivík þann 10. mars síðastliðinn. Þingið var starfsamt og fjöldi tillagna var afgreiddur úr nefndum að mestu án breytinga og samþykktur af þingheimi. Jóhanna Kristjánsdóttir var endurkjörin formaður sambandsins og Signý Stefánsdóttir akstursíþróttakona var kjörinn íþróttamaður HSÞ.
Nánar ...
07.03.2013

Skil á starfsskýrslum

Sambandsaðilar ÍSÍ, íþrótta- og ungmennafélög og deildir þeirra eru minnt á að skilafrestur á starfsskýrslum til ÍSÍ rennur út eftir rúman mánuð, 15. apríl nk. ÍSÍ hvetur alla viðkmandi til að ljúka skilum sem fyrst í gegnum Felix, skráningarkerfi ÍSÍ og UMFÍ.
Nánar ...
06.03.2013

Málþingi frestað

Fyrirhuguðu málþingi um baráttu gegn hagræðingu úrslita í íþróttum, sem átti að fara fram í dag miðvikudaginn 6. mars, hefur verið frestað vegna veðurs. Ný tímasetning verður auglýst síðar.
Nánar ...

    Á döfinni

    25