Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.10.2018 - 14.10.2018

Ársþing LH 2018

Ársþing Landssambands hestamanna verður...
21

14.02.2014

Sævar hefur lokið keppni á ÓL

Þá hefur Sævar Birgisson lokið keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi. Hann keppti í 15 km hefðbundinni skíðagöngu fyrr í dag og kom í mark á tímanum 45.44,2 mín. Sá tími skilaði honum 74. sæti af 93 keppendum en hann var ræstur númer 86 í röðinni í keppninni í morgun.
Nánar ...
14.02.2014

Fjarnám 1. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst á mánudaginn

Vorfjarnám 1. stigs almenns hluta þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 17. febrúar næstkomandi. Það eru því síðustu forvöð að skrá sig í þetta vinsæla nám. Skráning er á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000. Fjarnám 2. og 3. stigs hefst viku síðar, mánudaginn 24. febrúar. Skráning stendur enn yfir og eru þjálfarar hvattir til að skrá sig hið fyrsta. Allar upplýsingar um námið og þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðars Sigurjónsson Skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri á vidar@isi.is eða í síma 460-1467.
Nánar ...
13.02.2014

Sochi 2014 – Sævar keppir í 15km göngu

Á morgun föstudaginn 14. febrúar keppir Sævar Birgisson í 15km göngu með hefðbundinni aðferð á Vetrarólympíuleikunum í Sochi. Keppnin hefst kl. 14:00 á rússneskum tíma eða kl. 10.00 á íslenskum tíma.
Nánar ...
13.02.2014

Skólaheimsóknir til ÍSÍ

Á síðustu vikum hafa nokkrir skólahópar heimsótt ÍSÍ og fengið fræðslu um uppbyggingu íþróttahreyfingarinnar á Íslandi og starfsemi Íþrótta- og Ólympíusambandsins. Þeir skólar sem hafa heimsótt okkur eru Kvennaskólinn í Reykjavík, Fjölbrautarskólinn í Breiðholti og nemendur í íþrótta- og heilsufræði í Háskóla Íslands.
Nánar ...
13.02.2014

Góð skráning í Lífshlaupið

Lífshlaupið rúllar vel af stað og stefnir í skemmtilega keppni á milli skóla og vinnustaða. Nú hafa 44 skólar skráð 6706 nemendur til leiks í grunnskólakeppninni. Í vinnustaðakeppninni hafa 452 vinnustaðir skráð 12.442 liðsmenn til leiks. Enn er hægt að skrá vinnustaði/skóla, lið/bekki og liðsmenn til leiks. Nánari upplýsingar er að finna hér.
Nánar ...
11.02.2014

Sævar keppti í sprettgöngu

Í dag keppti Sævar Birgisson í sprettgöngu á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi og var þar með fyrstur af íslensku keppendunum fimm til að keppa á leikunum.
Nánar ...
11.02.2014

Felix námskeið í vikunni

Tvö námskeið verða haldin hjá sambandsaðilum ÍSÍ í þessari viku þar sem farið verður yfir starfsskýrsluferlið í Felix, félagakerfi íþróttahreyfingarinnar. Fyrra námskeiðið verður miðvikudaginn 12. febrúar í Selinu á Selfossi og hefst kl. 19.00 en síðara námskeiðið verður á Kirkjubæjarklaustri fimmtudaginn 13. febrúar
Nánar ...
10.02.2014

Sochi 2014 – Sævar keppir í sprettgöngu

Á morgun, þriðjudaginn 11. febrúar, hefja Íslendingar keppa á Vetrarólympíuleikunum í Sochi. Sævar Birgisson keppir þá í sprettgöngu og hefst keppnin kl. 14:25 á rússneskum tíma eða 10:25 á íslenskum tíma. 86 keppendur eru skráðir til leiks og mun Sævar verða ræstur númer 72, eða kl. 10:43 á íslenskum tíma.
Nánar ...
09.02.2014

Sochi 2014 – Ráðherra heimsækir Ólympíuþorpið

Mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, ásamt forseta Íslands og föruneyti hans hófu daginn í fjöllunum í dag. Hófst dagurinn á því að fylgjast með keppni í bruni karla og í framhaldinu var komið við í „fjallaþorpinu“ (Mountain Village) en þar búa keppendur í alpagreinum. Hópurinn hitti þar íslensku þátttakendurna og snæddi með þeim hádegisverð auk þess sem að þorpið var skoðað betur.
Nánar ...
09.02.2014

Sochi 2014 – Frábærar aðstæður

Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, ásamt föruneyti sem og mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, hafa verið duglegir að heimsækja íslenska hópinn og fylgjast með viðburðum í Sochi undanfarna daga.
Nánar ...
09.02.2014

Sochi 2014 – Samstarf við Nike

Íslenski hópurinn klæðist Nike fatnaði og skóm á leikunum í Sochi, en gott samstarf hefur verið við Nike eða umboðsaðila þeirra á Íslandi í gegnum tíðina. Þannig var Austurbakki, þáverandi umboðsaðili Nike á Íslandi lengi vel eitt af fyrirtækjum í Ólympíufjölskyldu ÍSÍ og meðan á þeirra samvinnu stóð var íslenski hópurinn í Nike vörum á Ólympíueikum.
Nánar ...
06.02.2014

Sochi 2014 – Mótttökuhátíð í Ólympíuþorpi

Í dag, fimmtudaginn 6. febrúar, var íslenski hópurinn boðinn velkominn á leikana með sérstakri móttökuhátíð í Ólympíuþorpinu. Viðstödd voru forsetahjónin, hr. Ólafur Ragnar Grímsson og frú Dorrit Moussaieff, sem og forseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal og eiginkona hans Soffía Ófeigsdóttir.
Nánar ...