Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

Bók um næringafræði í íþróttum og heilsurækt komin út

08.08.2014

Út er komin bókin Góð næring - betri árangur í íþróttum og heilsurækt eftir Fríðu Rún Þórðardóttur. Bókin inniheldur aðgengilegar upplýsingar fyrir alla þá sem stunda íþróttir og aðra líkamsáreynslu og vilja auka næringatengda þekkingu sína óháð íþróttagrein eða getustigi. Í bókinni eru hagnýtar leiðbeiningar sem flestir geta nýtt sér án þess að hafa mikinn grunn í næringafræði eða lífeðlisfræði. Bókin hentar vel til kennslu en þjálfarar, fararstjórar og ekki síst foreldrar og aðrir aðstandendur, sem sjá um matarinnkaup og matargerð á heimilinu, geta einnig haft gagn og gaman af bókinni. Bókin mun án efa nýtast vel í þjálfaramenntun ÍSÍ.

Bókin er gefin út af Iðnú útgáfu með stuðningi frá ÍSÍ og Ólympíusamhjálp IOC. Höfundurinn, Fríða Rún Þórðardóttir, næringafræðingur og íþróttanæringafræðingur, hefur frá 11 ára aldri stundað frjálsar íþróttir og götuhlaup og keppti með landsliði Íslands í frjálsíþróttum samfellt frá árinu 1989-2010.

Fríða Rún hefur aðstoðað fjölmargt íþróttafólk og almenning í starfi sínu hjá ÍSÍ, Landspítala Háskólasjúkrahúsi og World Class.

Hægt verður að kaupa bókina hjá Iðnú og í öðrum bókabúðum.