Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

ÍSÍ boðið formlega til þátttöku í PyeongChang 2018

06.03.2017

Alþjóðaólympíunefndin sendi nýlega öllum ólympíunefndum formlegt boð til þátttöku í XXIII Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í Suður- Kóreu 9. - 25. febrúar 2018. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ staðfesti þátttöku Íslands á framkvæmdastjórnarfundi ÍSÍ 2. mars sl.

Verður það í annað sinn sem Suður-Kórea heldur Ólympíuleika, en Sumarólympíuleikarnir 1988 fóru fram í Seoul. Þetta verða þriðju Vetrarólympíuleikarnir í Asíu, en Japan hefur tvívegis haldið vetrarleika, í Sapporo 1972 og Nagano 1998.

Keppnismannvirki eru að mestu tilbúin í PyeongChang, en verið er að vinna að byggingu Ólympíuþorpa, leikvangs fyrir setningar- og lokahátíð og hótela fyrir gesti á leikunum.

Á myndinni má sjá Lárus L. Blöndal undirrita boðið.

Hér má sjá vefsíðu leikanna.

Hér má sjá Facebook-síðu leikanna.

Myndir með frétt