Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

09.02.2018 - 25.02.2018

PyeongChang 2018

Vetrarólympíuleikarnir árið 2018 fara fram...
10.02.2018 - 10.02.2018

Ársþing KSÍ

Ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður...
10.03.2018 - 10.03.2018

Ársþing HSK 2018

Ársþing Héraðssambandsins Skarphéðins verður...
20

GSSE 2017: Kvennalandsliðið í körfubolta með silfur

02.06.2017

Íslenska kvenna­landsliðið í körfubolta vann til silfurverðlauna á Smáþjóðal­eik­un­um 2017. Liðið tryggði sér verðlaunin eft­ir sig­ur á Lúx­em­borg, 59:44. Helena Sverr­is­dótt­ir var stiga­hæst hjá Íslandi með 21 stig. Emel­ía Ósk Gunn­ars­dótt­ir var með 10 stig.

Malta vann til gullverðlauna og Lúx­em­borg til bronsverðlauna.

Íslenska karla­landsliðið í körfu­bolta keppti við Lúx­em­borg í dag og vann 86:73. Kári Jóns­son var stiga­hæst­ur hjá Íslandi með 18 stig, Krist­inn Páls­son með 13, Kristó­fer Acox með 10 og Maciej Bag­inski með 9.

Íslenska liðið hef­ur nú unnið tvo leiki og tapað tveim­ur. Á morgun keppir liðið við Svartfjallaland, en það verður síðasti leikur liðsins á leikunum.

Myndir með frétt