Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

PyeongChang 2018 - Lokahátíðin

25.02.2018

Loka­hátíð Vetr­arólymp­íu­leik­anna í Pyeongchang fór fram í há­deg­inu í dag á íslenskum tíma. Snorri Einarsson var fánaberi og naut þess hlutverks vel. 

Vetrarólympíuleikarnir, sem stóðu yfir í 16 daga, eru sögulegir fyrir Evrópu, því í fyrsta skipti Vetrarólympíuleika tóku allar 50 Ólympíunefndir álfunnar þátt. Með þátttöku Kosovo í ár urðu Ólympíunefndir Evrópu þær einu sem gátu státað af öllum sínum meðlimum. Samtals tók 91 Ólympíunefnd þátt, en 21 af þeim 27 sem unnu verðlauna eru Evrópsk. Noregur vann til flestra verðlauna, eða 39, en Evrópa náði að vinna til samtals 210 verðlauna. Einnig vann Marit Bjørgen skíðagöngukona til fjórtándu verðlauna sinna á Vetrarólympíuleikum, en þar með varð hún verðlaunamesta kona sögunnar á Vetrarólympíuleikum. Hún á nú 7 gullverðlaun, 4 silfurverðlaun og 3 bronsverðlaun. 

Næstu Vetr­arólymp­íu­leik­ar verða haldn­ir í Peking árið 2022 og tók borgarstjóri Peking við fána Alþjóðaólympíunefndarinnar við lokahátíðina í PyeongChang. 

 

Myndir með frétt