Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

19

Fyrsti íslenski Norðurlandameistarinn í skotfimi

08.08.2022

Íslenskir skotíþróttamenn gerðu góða ferð á Norðurlandameistaramótið í skotfimi sem haldið var í Finnlandi 3. - 7. ágúst sl. Ísland átti 11 keppendur á mótinu.

Hákon Þór Svavarsson, úr Skotíþróttafélagi Suðurlands, varð Norðurlandameistari í haglabyssugreininni Skeet og er það fyrsti Norðurlandameistaratitill Íslendinga í skotfimi, frá upphafi. 

Íslenska liðið, skipað þeim Hákoni Þ. Svavarssyni, Stefáni Gísla Örlygssyni og Jakobi Þór Leifssyni, náði svo silfurverðlaunum í sömu grein. Skeet er keppnisgrein á Ólympíuleikum og samkvæmt fréttatilkynningu Skotíþróttasambands Íslands stefna ofangreindir íþróttamenn allir á þátttöku í næstu leikum sem verða í París 2024. Ofangreindur árangur gefur örugglega góðan byr í seglin inn í þann undirbúning.

Myndir/STÍ

Myndir með frétt