Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
13

Heiðranir á héraðsþingi HSK

04.04.2025

 

Héraðsþing HSK fór fram í Aratungu þann 27. mars. Þar voru þau Kjartan Lárusson, frá Ungmennafélagi Laugdæla, og Þorbjörg Vilhjálmsdóttir, úr Íþróttafélaginu Suðra, heiðruð.

Kjartan var sæmdur heiðurskrossi, æðsta heiðursmerki ÍSÍ, fyrir hans óeigingjarna starf innan íþróttahreyfingarinnar í yfir hálfa öld. Kjartan var kjörinn formaður Ungmennafélags Laugdæla árið 1974 og hefur verið sjálfboðaliði í hreyfingunni allar götur síðan. Hann hefur tekið virkan þátt í stjórnar- og nefndarstörfum fyrir HSK í áratugi, var gjaldkeri frá 1980-1982, formaður glímunefndar og síðan gjaldkeri Glímuráðs Skarphéðins frá stofnun þess árið 1998-2007. Kjartan sat í stjórn Glímusambands Íslands og var lengi vel varaformaður. Þá var hann í 20 ár í stjórn Glímudómarafélags Íslands, þar af formaður í 15 ár, og er enn að sem glímudómari.

Þorbjörg Vilhjálmsdóttir úr Íþróttafélaginu Suðra var sæmd gullmerki ÍSÍ. Þorbjörg hefur í áratugi unnið að framgangi íþrótta fatlaðra innan íþróttahreyfingarinnar, fyrst með Íþróttafélaginu Eik á Akureyri og síðar hjá Suðra þar sem hún gegndi meðal annars formennsku frá 2006 til 2012. Þorbjörg hefur verið formaður íþróttanefndar fatlaðra hjá HSK frá 2013 og hefur verið leiðandi í samstarfi Suðra og Gnýs, íþróttafélags Sólheima.Fulltrúar ÍSÍ á héraðsþinginu voru þau Hafsteinn Pálsson og Olga Bjarnadóttir úr framkvæmdastjórn ÍSÍ.