Gunnar áfram formaður UMSS
.jpg?proc=400x400)
105. ársþing UMSS (Ungmennasambands Skagafjarðar) var haldið þann 30. apríl í Húsi frítímans á Sauðárkróki. Gunnar Þór Gestsson bauð sig fram til áframhaldandi formannssetu til næstu tveggja ára sem samþykkt var samhljóða.
50 fulltrúar af 65 úr 9 af 11 aðildarfélögum sóttu þingið og voru umræður um skýrslu og reikninga stjórnar. Þá fóru starfsmenn svæðisstöðva á Norðurlandi vestra, þau Halldór Lárusson og Sigríður Inga Viggósdóttir, yfir þau verkefni sem eru fram undan. Garðar Svansson, meðstjórnandi í framkvæmdastjórn, sótti þingið af hálfu ÍSÍ og fór hann yfir íþróttahéruðin og þing ÍSÍ sem fer fram um miðjan maí.
Nánari upplýsingar um þin UMSS má finna hér.