Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

09.02.2018 - 25.02.2018

PyeongChang 2018

Vetrarólympíuleikarnir árið 2018 fara fram...
10.03.2018 - 10.03.2018

Ársþing HSK 2018

Ársþing Héraðssambandsins Skarphéðins verður...
22

01.11.2017

Sameinuð samtök - farsælt starf í 20 ár

Í dag, 1. nóvember 2017, eru 20 ár síðan stofnþing Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), sameinaðra samtaka Íþróttasambands Íslands og Ólympíunefndar Íslands (ÓÍ), fór fram á Grand Hótel Reykjavík. Fyrir sameininguna sá Ólympíunefnd Íslands um undirbúning og þátttöku Íslands í Ólympíuleikum en Íþróttasamband Íslands sameinaði íþróttahreyfinguna á Íslandi undir einu merki, vann að því að breiða út íþróttaáhuga, efla innra starf og var samnefnari í baráttu fyrir hagsmunamálum hreyfingarinnar.
Nánar ...
05.08.2016

Á leið til Ríó - Lárus L. Blöndal

Undanfarin misseri hafa verið viðburðarík í íslensku íþróttalífi. Góður árangur hefur náðst í mörgum íþróttagreinum og hefur þessi árangur vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Ísland er smáþjóð með svipaðan fjölda íbúa og hverfi í stórborg. Það telst því til tíðinda þegar slík þjóð gerir sig ítrekað gildandi á stórmótum þar sem þeir bestu kljást. En þessi árangur kemur ekki af sjálfu sér. Að baki liggur mikil vinna hjá íþróttafólkinu sjálfu og einnig þeim sem að þeim standa, foreldrum, íþróttafélögum og sérsamböndum svo einhverjir séu nefndir til. Við skulum ekki gleyma að íþróttahreyfingin er stærsta sjálfboðaliðahreyfing á Íslandi.
Nánar ...
07.10.2015

Uppskerutími

Eftir viðburðarríkt sumar þar sem Smáþjóðaleikarnir stóðu upp úr í starfi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, byrjar haustið af miklum krafti og hefur nú þegar fært okkur frækileg íþróttaafrek. Sum hver svo stór að þau munu seint gleymast.
Nánar ...
06.01.2014

Íþróttamaður ársins - Ávarp forseta ÍSÍ

Ég býð ykkur öll hjartanlega velkomin til þessarar hátíðar Íþróttamanns ársins – sem nú er haldin í 19. sinn í samstarfi við Samtök íþróttafréttamanna. Vil ég færa þeim þakkir fyrir gott samstarf og einnig RÚV sem sér um sviðsmynd og útsendingar frá hátíðinni.
Nánar ...
05.12.2013

TÍMAMÓT

Eins og flestir vita þá tók ég, við andlát Ólafs Rafnssonar nú í sumar, við keflinu sem forseti ÍSÍ. Var það í samræmi við lög ÍSÍ og stöðu mína sem varaforseti samtakanna. Það var augljóslega ekki eitthvað sem ég hafði gert ráð fyrir. Það er öllum ljóst sem til þekkja að forsetaembættinu fylgja miklar skyldur og mikil vinna sem þarf að ætla sér tíma í.
Nánar ...
20.04.2013

Ávarp forseta ÍSÍ við setningu 71. Íþróttaþings ÍSÍ

Við höldum nú Íþróttaþing í kjölfar viðburðarríks 100 ára afmælisárs. ÍSÍ hefur átt góða samfylgd með íslenskri þjóð þessa aldarvegferð, hefur axlað samfélagslega ábyrgð og vaxið í að verða stærsta fjöldahreyfing landsins með tugþúsundir sjálfboðaliða sem á hverjum degi vinna samtökunum og þjóð sinni mikið gagn.
Nánar ...
22.02.2013

Foreldrar

Undirritaður hefur verið þátttakandi í íþróttahreyfingunni meira og minna frá barnæsku, í flestum þeim hlutverkum sem hreyfingin hefur upp á að bjóða – allt frá því að vera iðkandi í yngstu aldursflokkum, frá því að njóta þeirra forréttinda að vera keppandi fyrir Íslands hönd á alþjóðavettvangi, og til þess að sinna stjórnunarstörfum í efsta lagi stjórnkerfisins.
Nánar ...
18.12.2012

Jólakveðja frá forseta ÍSÍ

Nýliðin helgi var ánægjuleg íþróttahelgi fyrir undirritaðan, skemmtilegir viðburðir sem þó gerðu í sjálfu sér ekki annað en að endurspegla hefðbundna viðburði í íþróttahreyfingunni hvaða helgi sem er allt árið um kring. Þetta eru þó sumir óhefðbundnir viðburðir á aðventunni sem eru aðeins örlítið sýnishorn af þeim ótrúlega fjölda íþróttaæfinga og keppni, funda og viðburða sem gera mannlíf okkar í senn fjölbreyttara og heilbrigðara.
Nánar ...
23.11.2012

Fjármál íþróttahreyfingarinnar

Ljóst má vera að líklega hafa fjármál íþróttahreyfingarinnar sjaldan brunnið jafn mikið á félögum og aðildarsamböndum innan hreyfingarinnar og nú um stundir. Hreyfingin hefur verið að sleikja sárin eftir umtalsverðan niðurskurð í kjölfar efnahagshruns fyrir fjórum árum síðan, niðurskurð sem með fyrirliggjandi tekjustofnum er talsvert meiri en hjá öðrum sambærilegum stofnunum sem njóta ríkisframlaga, niðurskurð í hreyfingu sem hefur í sjálfu sér lítið að skera niður í umsýslukostnaði – það er erfitt að lækka sjálfboðaliða í launum.
Nánar ...
28.09.2012

Kaflaskil í upplýsingastreymi

Það er vert að óska íþróttahreyfingunni á Íslandi til hamingju með nýja heimasíðu ÍSÍ. Það er von mín og vissa að þessi kaflaskil leiði til bætts upplýsingastreymis innan hreyfingarinnar, meiri og betri fréttaflutnings til almennings og síðast en ekki síst betri þjónustu við sambandsaðila, aðildarfélög, einstaklinga og aðra þá sem íþróttahreyfingin sinnir.
Nánar ...
10.09.2012

Ljós í þjóðarsálina

Nú þegar þetta er ritað er annasöm helgi að baki þar sem íslensk landslið hafa staðið í ströngu og borið hróður lands og þjóðar um víða veröld. Tímamótasigur karlalandsliðsins í knattspyrnu á Norðmönnum virðist vera í takt við áralangt og skipulagt uppbyggingarstarf innan Knattspyrnusambands Íslands, og góður leikur karlalandsliðsins í körfuknattleik markar vonandi spor í sömu átt eftir fjarveru frá Evrópukeppni landsliða um skeið.
Nánar ...