Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

02.03.2019 - 02.03.2019

Ársþing GLÍ 2019

Ársþing Glímusambands Íslands verður haldið í...
22

Frjálsíþróttafólk ársins 2012

28.12.2012

Frjálsíþróttakona og frjálsíþróttamaður ársins eru Ásdís Hjálmsdóttir, Ármanni og Kári Steinn Karlsson, Breiðabliki

Ásdís setti nýtt Íslandsmet í undankeppni Ólympíuleikanna í London þegar hún kastaði spjótinu 62,77 m. Ásdís hafnaði síðan í 11.sæti í úrslitakeppninni sjálfri. Á Evrópumeistaramótinu í Helsinki varð hún í 13.sæti.

Kári Steinn varð í 42. sæti í maraþonhlaupi á Ólympíuleikunum síðastliðið sumar. Hann var einnig í 2. sæti á Norðurlandamótinu í 10 km hlaupi.