Íshokkísamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ
ÍHÍ sendi fjögur landslið á heimsmeistaramót í íshokkí á fyrri hluta ársins 2017. Voru það A landslið karla og kvenna, auk U20 og U18 liða karla, en auk þessara verkefna stendur sambandið fyrir reglulegum landsliðsæfingum bæði innanlands og erlendis. Hjá þessum liðum eru oft löng og erfið ferðalög sem eru jafnframt kostnaðarsöm, en keppni fyrir U20 landsliðið fór fram á Nýja Sjálandi. Styrkur Afrekssjóðs ÍSÍ hjálpar sambandinu að efla enn frekar það landsliðsstarf sem á sér stað á vettvangi sambandsins sem og undirbúning og þátttöku í heimsmeistaramótum.
Á myndinni má sjá þau Lilju Sigurðardóttur, formann Afrekssjóðs ÍSÍ, Andra Stefánsson, sviðsstjóra Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ, Árna Geir Jónsson, formann ÍHÍ og Helga Pál Þórisson, varaformann ÍHÍ.