Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
2

Lyftingasamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

23.11.2018
Nýverið var gengið frá samningi Lyftingasambands Íslands og Afrekssjóðs ÍSÍ vegna styrkveitinga ársins 2018.
 
Lyftingasamband Íslands (LSÍ) flokkast sem C/Þróunarsérsamband samkvæmt flokkun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2018. Heildarstyrkveiting sjóðsins til LSÍ vegna verkefna ársins er 1.950.000 kr. og er hækkun á styrkupphæð frá síðustu árum þar sem verkefni LSÍ árið 2017 hlutu styrk að upphæð 1.300.000 kr.
 
LSÍ hefur á árinu tekið þátt í Norðurlandamótum sem og Smáþjóðaleikum auk þess að senda hópa í æfingabúðir erlendis, m.a. í skipulagðar æfingabúðir á vegum Evrópska lyftingasambandsins (EWF). Þá hefur áhersla verið lögð á yngri keppendur og sambandið staðið fyrir skipulögðum æfingum fyrir þá sem stefna á þátttöku á erlendum vettvangi á næstunni.
 
Það voru þeir Ingi Gunnar Ólafsson, formaður LSÍ og Hjördís Ósk Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri LSÍ, sem undirrituðu samninginn fyrir hönd LSÍ og þau Lilja Sigurðardóttir, formaður stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ og Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ fyrir hönd Afrekssjóðs ÍSÍ.
Á myndinni má sjá þau Inga Gunnar og Lilju að lokinni undirritun.