Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
11

Keppni í loftriffli á Smáþjóðaleikunum

31.05.2019

Keppni fór fram í loftriffli karla og kvenna á Smáþjóðaleikunum í dag.

Í undankeppni í loftriffli karla var Guðmundur Helgi Christensen í 6. sæti með 593.7 stig og komst þar með í úrslit. Í úrslitum greinarinnar endaði hann í 7. sæti á 135.7 stigum, en sigurvegari var Milos Bozovic frá Svartfjallalandi.

Í undankeppni í loftriffli kvenna kepptu þær Íris Eva Einarsdóttir og Jórunn Harðardóttir. Íris varð í 5. sæti í undankeppninni með 599.4 stig og komst þar með í úrslit, en Jórunn hafnaði í 11. sæti með 591.6 stig. Í úrslitum greinarinnar hafnaði Íris Eva í 8. sæti en sigurvegari var Sylvie Nockels frá Lúxemborg.

Á fyrstu myndinni með fréttinni má sjá fulltrúa Ìslands ì skotfimi á Smáþjóðaleikunum 2019 í Svartfjallalandi. Frá vinstri: Ìris Eva Einarsdóttir - loftriffill, Ívar Ragnarsson - loftskammbyssa, Ásgeir Sigurgeirsson - loftskammbyssa, Helgi Christensen - loftriffill, Jórunn Harðardóttir - loftriffill og loftskammbyssa, Robert Päkk - liðsstjóri. Aðrar myndir eru frá keppni í skotíþróttum sl. tvo daga.

Myndir með frétt