Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
11

Íslenskir dómarar að störfum

31.05.2019

Sjö íslenskir dómarar eru á Smáþjóðaleikunum. Þeir eru Jón Ólafur Valdimarsson og Sævar Már Guðmundsson í blaki, Davíð Tómas Tómasson og Jóhannes Páll Friðriksson í körfuknattleik, Haraldur Hreggviðsson, Sarah Buckley og Sigurþór Sævarsson í sundi. Körfuknattleiksdómararnir dvelja í bænum Bar þar sem körfuknattleikskeppni leikanna fer fram. Aðrir dómarar gista í leikaþorpinu þar sem þátttakendur dvelja.

Sævar Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri Blaksambands Íslands er nú á sínum áttundu Smáþjóðaleikum. Hann keppti fyrst á Smáþjóðaleikunum í Möltu árið 2003. Í Mónakó árið 2007 og Kýpur árið 2009 var hann liðsstjóri kvennalandsliðsins, í Liechtenstein árið 2011 var hann liðsstjóri karlalandsliðsins. Frá árinu 2013 hefur hann verið dómari á leikunum. Starfsmaður ÍSÍ hitti Sævar á leik Íslands gegn Lúxemborg í gær, þar sem kvennalandsliðið vann 3:2. Sævar sagðist vera ánægður með gengi liðanna á leikunum hingað til og þá sérstaklega kvennaliðsins.  „Þetta eru glæsilegir fulltrúar blakíþróttarinnar á Íslandi og gaman er að fylgjast með liðsheildinni“, segir Sævar. Aðspurður um mikilvægi hlutverks dómara á leikunum sagði hann viðburðinn vera mjög mikilvægan fyrir dómara til að efla hæfni þeirra og reynslu og að sú reynsla eigi eftir að nýtast vel þegar að heim er komið og á keppnum í framtíðinni. Hann hefur mikla reynslu af Smáþjóðaleikum og hefur verið í mismunandi hlutverkum á þeim, sem leikmaður, liðsstjóri og dómari. Hann segir gaman að ferðast til smáþjóðanna og að skemmtilegt sé að hafa upplifað mismunandi hlutverk. Frábært hefði verið að spila með íslenska landsliðinu á Smáþjóðaleikum, en einnig sé skemmtilegt að vera í hlutverki dómara. Hann vonast til þess að fara til Andorra á næstu leika.

Myndin sem fylgir fréttinni er tekin í gær af blakdómurunum á Smáþjóðaleikunum 2019.