Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
9

Heidursholl_Sigurjon.jpg (213402 bytes)

Sigurjón Pétursson

Sigurjón Pétursson glímukappi var útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ á 71. íþróttaþingi ÍSÍ árið 2013. 

Sigurjón Pétursson fæddist 9. mars árið 1888 og lést 3. maí árið 1955. Hann var einn mesti íþróttakappinn á Íslandi á öðrum áratug tuttugustu aldar, meðal annars Glímukóngur Íslands árin 1910-1919, sexfaldur skjaldarhafi Ármanns, góður skautahlaupari, sundmaður, göngugarpur og frjálsíþróttamaður.

Sigurjón Pétursson hafði frumkvæði að því að íþróttahreyfingin á Íslandi sameinaðist undir merkjum Íþróttasambands Íslands þann 28. janúar árið 1912, sem varð meðal annars til þess að Íslendingar gátu keppt fyrir hönd þjóðarinnar á Ólympíuleikunum árið 1912. Hann keppti í glímu á Ólympíuleikunum 1912, þar sem hann komst í átta manna úrslit, og hlaut fjölmargar viðurkenningar fyrir margskonar íþróttir á sínum íþróttaferli.

Það er ÍSÍ mikill heiður að útnefna Sigurjón Pétursson í Heiðurshöll ÍSÍ.

Myndasíða ÍSÍ - Sigurjón Pétursson