Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sameiginlegt markmið íþróttahreyfingarinnar er að Íslendingar eigi hverju sinni afreksmenn og afreksflokka í íþróttum er skipi sér á bekk með þeim bestu í heiminum og að stöðugt hækki afreksstig íslenskra íþrótta. Í því felst að efla hæfni og færni þeirra sem að afreksíþróttastarfinu koma og sem með afreksíþróttamanninum vinna, tryggja möguleika afreksíþróttamanna framtíðarinnar til að ná settu marki, stuðla að bættum framfærsluaðstæðum íþróttamannsins, og auka íslenska þjálfunarkunnáttu.

Til þess að ná settu marki ber hreyfingunni að setja sér tímabundnar markvissar áætlanir um frammistöðu á stórmótum.  Afrekssvið ÍSÍ skal í samvinnu við sérsambönd ÍSÍ og séríþróttanefndir ÍSÍ móta tímasett markmið og kynna þau fyrir hreyfingunni. Til að tryggja slagkraft markmiðanna til langframa ber ásamt því að einblína á keppnisárangur, að styrkja eigin getu og hæfileika hreyfingarinnar til að vinna að langtímamarkmiðum í afreksíþróttum.

Sérstaklega ber að leggja aukna áherslu á að efla þjálfunarþekkinguna, bæði innan einstakra íþrótta og þvert á íþróttastarfið; m.a. með því að mynda teymi fagfólks til að auka þekkingu þjálfara.
Stefnuyfirlýsing Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í afreksmálum skal vera til umfjöllunar á Íþróttaþingi.


Skilgreining afreka


Framkvæmdastjórn ÍSÍ skal á hverjum tíma skilgreina viðmið afreka í samvinnu við sérsambönd ÍSÍ og tilkynna sambandsaðilum um slík viðmið.  Eftirfarandi skilgreiningar skulu vera til hliðsjónar:
 • Um framúrskarandi íþróttamann eða flokk er þá fyrst að ræða þegar einstaklingur eða flokkur skipar sér með árangri sínum í fremstu röð í heiminum.
 • Afreksmaður er hver sá íþróttamaður/flokkur sem stenst ákveðna viðmiðun í viðkomandi grein.
 • Afreksefni teljast þeir íþróttamenn/flokkar sem ekki hafa náð jafn langt en taldir eru með markvissri og mikilli þjálfun geta skipað sér á bekk með þeim bestu.

Þó yfirstjórn afreksíþróttastarfsins sé hjá heildarsamtökunum verður íþróttahreyfingin að axla sameiginlega ábyrgðina á því að halda úti afreksíþróttastefnu og skiptir þá öllu að ríkur metnaður til starfsins sé fyrir hendi jafnt hjá ÍSÍ, sérsamböndum, íþróttahéruðum og félögum.


Full ástundun forsenda aðstoðar


Öll vinna að því að ná settu marki í afreksíþróttum skal eiga sér stað innan siðferðisgilda íþróttanna. Enn fremur ber að stefna að því að ástundun afreksíþróttamanna sé hluti af lífsmunstri og þau ár sem einstaklingurinn helgar íþróttinni krafta sína komi það ekki niður á þroska einstaklingsins og undirbúningi undir að takast á við lífið að íþróttaferli loknum.

Til þess að ná settu marki ber að beita þeim ráðum sem fyrir hendi eru til íþróttagreina og einstaklinga sem sýnt hafa getu til að skipa sér á bekk með þeim bestu.  Allir, sem hátt stefna, hafa möguleika á að njóta stuðnings en árangur og geta ræður ferðinni um áframhald og möguleika á stuðningi. Framfarir og full ástundun af hálfu íþróttamanna og sérsambanda er forsenda áframhaldandi aðstoðar.

Afrek er uppskera margra ára markvissrar starfsemi og lítil von er um árangur án faglegra vinnubragða og viðunandi starfsumhverfis íþróttamannsins til að þroska hæfileika sína.

Leiðarljós afreksstefnu ÍSÍ er að bæta það umhverfi sem afreksíþróttir búa við.  Markmið og viðfangsefni í afreksíþróttastarfinu eru m.a.:

 

Markmið/viðfangsefni  Leiðir  Mæling

 Að beita sér fyrir aðstöðu til æfinga fyrir afreksíþróttir á vettvangi sveitarfélaga og ríkis.

 Að ferlamál fatlaðs afreksíþróttafólks séu tekin til skoðunar.

 

 Að hvert sérsamband skilgreini þá aðstöðu sem nauðsynleg er fyrir afreksíþróttafólk. Þessi skilgreining er kynnt sveitarfélögum og ríki.

Að hvetja opinbera aðila til að styrkja landsliðsæfingar og/eða afreksæfingar á vegum sérsambanda.

Að efla aðgengi afreksíþrótta að þeim íþróttamannvirkjum sem er til staðar, jafnt fyrir fatlað sem ófatlað afreksíþróttafólk.

Opinber skráning á þeim stöðum sem uppfylla kröfur ÍSÍ um aðstöðu til æfinga fyrir afreksíþróttir.

Fjármagn opinbera aðila sem fer til æfinga á vegum sérsambanda.

Fjöldi tíma sem úthlutað er til sérsambanda vegna æfinga.

Upplýsingar um bætt aðgengi afreks-íþróttafólks að íþróttamannvirkjum.

Að stuðla að og miðla niðurstöðum rannsókna á sviði íþrótta- og þjálfunarvísinda til þjálfara, íþróttamanna og annarra er málið varðar.

Að efla samvinnu við háskólastofnanir og þá aðila sem sinna rannsóknum á Íslandi.

Fjölga þeim fræðsluviðburðum er miðla niðurstöðum rannsókna á sviði íþrótta- og þjálfunarvísinda.

Fjöldi rannsókna er tengjast íþróttum á ári.

Fjöldi fræðsluviðburða er miðla niðurstöðum rannsókna.

Að stuðla að og efla samráð og upplýsinga-þjónustu á sviði lækna-vísinda íþróttanna/ íþróttaheilsufræði.

Efla samvinnu við fagfélög er tengjast læknavísindum íþrótta.

Miðla upplýsingum um læknavísindi íþrótta, s.s. á heimasíðu ÍSÍ.

Fjöldi ritaðra greina er birtast á Íslandi um læknavísindi íþrótta.
Að veita hvers kyns ráðgjöf og stuðning er getur orðið til að efla afreksíþróttafólk, bæði meðan á keppni þeirra stendur og að loknum keppnisferli.

Að koma á fót Íþróttamannanefnd ÍSÍ.

Að efla starfsemi Samtaka íslenskra Ólympíufara.

Að stuðla að því að Afreksíþróttamiðstöð verði til.

Reglubundnar skoðanakannanir meðal afreksíþróttafólks.

Fjöldi fræðsluviðburða á vegum SÍÓ og Íþróttamannanefndar.

Reglubundnar mælingar og meðferðir afreksíþróttafólks.

Að skapa kjöraðstæður fyrir afreksíþróttafólk innan skólakerfis og á almennum vinnumarkaði til að ná árangri samhliða námi og starfi.

Ná samningum við LÍN um meiri sveigjanleika fyrir afreksíþróttafólk í námi.

Að stuðla að bættum réttindum afreks-íþróttafólks innan hins opinbera kerfis, s.s. rétt til fæðingarorlofs og fjölda viðverudaga erlendis á ári vegna íþróttaviðburða.

Að stuðla að bættu aðgengi afreks-íþróttafólks til fjarnáms á mennta- og háskólastigi.

Að styðja við þróun Afreksíþróttabrauta í framhaldsskólum.

Að skólar viðurkenni fjarveru afreks-íþróttafólks vegna landsliðsverkefna.

Fjöldi afreksíþróttafólks sem er í námi samhliða íþróttaiðkun.

Fjöldi afreksíþróttafólks sem getur stundað vinnu samhliða íþróttaiðkun.

Sérúrræði í opinberum regluramma varðandi afreksíþróttafólk.

Fjöldi afreksfólks í viðurkenndu fjarnámi.

Fjöldi framhaldsskóla er bjóða uppá Afreksíþróttabrautir.

Staðfest yfirlýsing frá skólum um viðurkenningu fjarveru vegna landsliðsverkefna.

Að markaðssetja afreksíþróttirnar í þjóðfélaginu.

Kynna afreksíþróttir í skólum sem og á vinnustöðum.

Stuðla að fjölbreyttari umræðu í fjölmiðlum um afreksíþróttir.

Markviss vinna til að kynna mikilvægi afreksíþrótta fyrir almenna íþróttaiðkun á Íslandi.

Reglubundin viðhorfskönnun meðal markhópa.
Að efla þekkingu þjálfara, dómara og annara sem koma að afreksíþróttastarfi á Íslandi þannig að þeir séu á heimsmæli-kvarða.

Að auka framboð af fræðsluviðburðum sem höfða til þjálfara, dómara og annarra þátttakanda í afreksíþróttastarfinu.

Að veita styrki til þjálfara, dómara og annarra þátttakanda í afreksíþróttastarfi til að sækja sér framhaldsþekkingar.

Fjöldi fræðsluviðburða fyrir þjálfara, dómara og annarra í fremstu röð.

Fjöldi styrkja sem veittir eru til þjálfara, dómara og annara á heimsmælikvarða.

Að veita afreksíþróttafólki/ flokkum fjárhagslegan stuðning. Að framlög ríkis, sveitarfélaga og styrktaraðila til afreksstarfs aukist. Aukning fjármagns til afreksíþrótta í reikningum Íþróttahreyfingarinnar.
 

Fagteymi ÍSÍ og Afrekssjóður ÍSÍ


Fagteymi ÍSÍ er teymi fagfólks á sviði þjálffræði, sálfræði og íþróttameiðsla, sem ÍSÍ kemur sér upp (t.d. í samvinnu við menntastofnanir) til að sinna fræðsluverkefnum fyrir sambandið og miðla þekkingu til afreksfólks og þjálfara með námskeiðum ásamt því að vera til staðar þegar á þarf að halda að mati Afrekssviðs ÍSÍ. Með teyminu gefst afreksíþróttamönnum jafnframt tækifæri á að leita eftir aðstoð færustu sérfræðinga sem völ er á t.d. við meiðslum, sálfræðiaðstoð og þjálfunaraðferðum.

Um Afrekssjóð ÍSÍ gildir sérstök reglugerð er framkvæmdastjórn ÍSÍ setur.  Afrekssjóður ÍSÍ skal standa að uppbyggingu afreksíþrótta á Íslandi með því að styðja íslenskt afreksíþróttafólk og sérsambönd við að ná sem bestum árangri í alþjóðlegri keppni. Forsenda styrkveitinga er að sérsambönd hafi markvissa og raunhæfa afreksstefnu. Stuðningurinn felst í fjárframlögum, bættri menntun þjálfara og ýmiskonar tæknilegri aðstoð. Þannig verður Afrekssjóður ÍSÍ sérsamböndum til aðstoðar við að efla og bæta íþróttastarf sitt.  Allar greinar sem viðurkenndar eru af ÍSÍ eiga rétt á að sækja um í sjóðinn.  Fjárstyrkir Afrekssjóðs ÍSÍ, sem fyrst og fremst skal veita til ákveðinna verkefna, skulu vera fyrirfram skilgreind og kostnaðaráætluð.  Er þá t.d. átt við styrki til þátttöku í keppni, æfingabúðum, til ráðningu landsliðsþjálfara hjá minni sérsamböndum, til að bæta umhverfi og aðstöðu „afreksíþróttafólks" og til verkefna er lúta að því að leita uppi íþróttaefni.  Styrkir til einstaklinga skulu taka mið af íþróttalegri þörf þeirra og félagslegum aðstæðum.  Afrekssjóði ÍSÍ er jafnframt heimilt að styrkja sérfræðinga Fagteymis ÍSÍ til að sækja námskeið um nýjustu aðferðir íþróttavísinda.

  Á döfinni

  03.05.2017 - 03.05.2017

  Ársþing HSS 2017

  Ársþing Héraðssambands Strandamanna verður...
  12.05.2017 - 13.05.2017

  Ársþing SKÍ 2017

  Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið á...
  28