Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

2016 Ríó

Ólympíuleikarnir fóru fram í Ríó í Brasilíu 5. - 21. ágúst 2016.

Hér má sjá íslenska þátttakendur á Ólympíuleikunum í Ríó

Hér má sjá vefsíðu Ólympíuleikanna í Ríó

 

 

 

 
29.08.2016

Móttaka til heiðurs Ólympíuförum

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra buðu sl. fimmtudag til móttöku í Ráðherrabústað til heiðurs íslensku keppendunum á Ólympíuleikunum í Rio De Janeiro 2016. Allir íslensku þátttakendurnir fengu afhend viðurkenningarskjöl og minnispening frá Alþjóðaólympíunefndinni. Auk þess fengu Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir sérstaka viðurkenningu frá Alþjóðaólympíunefndinni fyrir að komast í úrslit og vera í topp átta í sinni grein á Ólympíuleikunum. ​
Nánar ...
22.08.2016

Ríó 2016 - Lokaathöfnin

Loka­at­höfn Ólympíu­leik­anna 2016 fór fram í gærkvöldi og var glæsi­leg að vanda. Þátt­tak­end­ur gengu inn á Maracana-leik­vang­in­n með þjóðfána sína. Hrafnhildur Lúthersdóttir sundkona bar fána Íslands. Dans- og tónlistaratriðin voru stórskemmtileg og flott og mikil stemmning hjá þátttakendum.
Nánar ...
18.08.2016

Ríó - 2016 Samantekt

Íslenskir þátttakendur á Ólympíuleikunum í Ríó hafa nú allir lokið keppni. Hér má sjá samantekt um árangur þeirra á leikunum.
Nánar ...
17.08.2016

Ríó 2016 - Íslandsmet hjá Anítu

Aníta Hinriks­dótt­ir kepp­ti í dag í und­an­rás­um 800 metra hlaups á Ólymp­íu­leik­un­um í Ríó. Aníta setti Íslands­met með því að hlaupa á 2:00,14 mín­út­um, en hún varð í sjötta sæti í sínum riðli. Íslands­met Anítu frá ár­inu 2013 var 2:00,49 mín­út­ur. Það skilaði Anítu í 46. sæti fyr­ir fram á kepp­endal­ist­an­um, af 65 kepp­end­um.
Nánar ...
16.08.2016

Ríó 2016 - Aníta í fjórða riðli

Aníta Hinriksdóttir keppir á morgun miðvikudag í undanriðlum 800 metra hlaups kvenna. Aníta hleypur á áttundu braut í fjórða riðli sem ræstur verðuru kl. 11.16 að brasilískum tíma (14.16 að íslenskum tíma).
Nánar ...
15.08.2016

Ríó 2016 - Ásdís í seinni kasthóp

Ásdís Hjálmsdóttir verður í seinni kasthóp í undankeppni spjótkasts kvenna sem fram fer að kvöldi þriðjudagsins 16. ágúst. Ásdís er tólfta af fimmtán í kaströðinni.
Nánar ...
15.08.2016

Ríó 2016 - Ólympíumerki

Eins og á öðrum Ólympíuleikum útbúa flestar þjóðir pinna til minja. Ísland er þar engin undantekning. Íslensku þátttakendurnir fengu með sér tvær gerðir af pinnum bæði merki Íþrótta- og Ólympíusambandsins sem og merki sérstaklega merkt Ríó 2016.
Nánar ...
15.08.2016

Ríó 2016 - í tölum

Hér má sjá skemmtilega samantekt um Ríó 2016 í tölum. 11.551 íþróttamenn , 306 verðlaunaafhendingar, 60.000 máltíðir, 400 knattspyrnuboltar.
Nánar ...
14.08.2016

Ríó 2016 - Júdógarpar

Hér má sjá þá félagana úr júdóinu Bjarna Friðriksson þjálfara, Jóhann Másson formann júdósambandsins og Jón Hlíðar Guðjónsson flokksstjóra í júdó á leikunum.
Nánar ...