Beint á efnisyfirlit síðunnar

null

Í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal eru til húsa flest öll sérsambönd ÍSÍ ásamt fjölmörgum aðilum sem tengjast íþróttahreyfingunni.

Íþróttamiðstöðin skiptist í fjögur hús.

 
Hús 1.
Í þessu húsi er Íþróttabandalag Reykjavíkur með skrifstofur sínar.  Auk þess er Atlas Endurhæfing með aðstöðu í húsinu.
 
Hús 2.
Á jarðhæð er veitingastaðurinn Café-easy.  Á hæð 2 er Handknattleikssamband Íslands til húsa og á efstu hæð eru skrifstofur Golfsambands Íslands, Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambands Íslands og Akstursíþróttasambands Íslands.
 
Hús 3.
Á hæð 2 eru nokkrir aðilar með skrifstofur, þar á meðal Körfuknattleikssamband Íslands, Taekwondosamband Íslands, Landssamband hestamannafélaga og Siglingasamband Íslands.  Auk þess er á hæðinni Nuddstofa og skrifstofur Íþróttakennarafélags Íslands.  Á hæð 3 eru fundarsalir ÍSÍ og á hæð 4 eru höfuðstöðvar Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.
 
Hús 4.
Á hæð 2 eru skrifstofur Íslenskrar getspár og Íslenskra getrauna, eða Lottó og 1X2.  Á hæð 3 og 4 eru síðan skrifstofur sérsambanda.

  Á döfinni

  03.05.2017 - 03.05.2017

  Ársþing HSS 2017

  Ársþing Héraðssambands Strandamanna verður...
  12.05.2017 - 13.05.2017

  Ársþing SKÍ 2017

  Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið á...
  27