Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

9

Sumarólympíuleikar

Sumarólympíuleikarnir eru einn stærsti einstaki alþjóðlegi íþróttaviðburðurinn sem haldinn er á fjögurra ára fresti, öðru nafni nefndir Leikar Ólympíuöðunnar. Leikarnir færast á milli heimsálfa og borga í hvert sinn sem þeir eru haldnir. Það að borg er kosin (borgir þurfa að sækja um að halda leikana) er jafnan talin mikill heiður og yfirleitt litið á það sem mikla lyftistöng fyrir borgina, samfélagið og þjóðina að hafa verið valin til að halda leikana.


Fyrstu Ólympíuleikarnir fóru fram fyrir meira en 2000 árum síðan í Grikklandi til forna. Fyrstu nútíma Sumarólympíuleikarnir voru haldnir í Aþenu árið 1896 að frumkvæði Pierre de Coubertin. Tveimur árum áður hafði honum tekist að koma saman 79 fulltrúum frá 12 þjóðum til að ræða enduvakningu Ólympíuleika Forn-Grikkja. Í kjölfarið var Alþjóðaólympíunefndin (International Olympic Committee, IOC) stofnuð þann 23. júní 1894 og var grískur viðskiptamaður að nafni Demetrios Vikelas valinn sem fyrsti forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar. Á þessum fyrsta stofnfundi var ákveðið að halda leikana á fjögurra ára fresti og að fyrstu leikarnir yrðu í Aþenu 1896.

Leikarnir í Aþenu voru því Leikar I Ólympíuöðunnar. Á þessum fyrstu Ólympíuleikum tóku 200 íþróttamenn þátt og komu þeir frá 13 þjóðum. Verðlaunaafhending fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti var ekki tekin upp fyrr en árið 1904 í St. Louis, Missouri í Bandaríkjunum.

Keppnisgreinar á fyrstu leikunum í Aþenu voru einungis 42. Til samanburðar þá voru þær 302 í Peking árið 2008.

Íslenskir keppendur á Sumarólympíuleikum

Hér má lesa fréttir frá þátttöku Íslands á Sumarólympíuleikum
 
 


2016 - Ríó

2012 - London