Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

19

Fyrirmyndarhérað ÍSÍ

Fyrirmyndarhérað ÍSÍ er gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar er snýr að íþróttastarfi.  Íþróttahéruð geta sótt um viðurkenninguna til ÍSÍ að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem finna má á gátlista Fyrirmyndarhéraða.  Þau íþróttahéruð sem fengið hafa þessa viðurkenningu hjá ÍSÍ sjá líkt og Fyrirmyndarfélög fjölmarga kosti við það að hafa viðurkenninguna.  Nefna má þætti eins og skipurit, skilgreingar á hlutverki stjórnar og starfsmanna, skýrar stefnur í málaflokkum eins og fræðslu- og forvarnarmálum, jafnréttismálum, umhverfismálum og félagsmálum auk persónuverndarstefnu og gerð siðareglna. 

ÍSÍ hvetur íþróttahéruðin til að sækja um þessa viðurkenningu og gera þannig gott íþróttastarf enn betra.

Umsjón með verkefninu hefur Viðar Sigurjónsson (vidar@isi.is og 514-4000), sérfræðingur á stjórnsýslusviði ÍSÍ. 

Lista yfir fyrirmyndarhéruð má finna hér

Upplýsingar um verkefnið