Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

Evrópuleikar

Evrópuleikarnir (European Games) fara fram á fjögurra ára fresti að sumri til. Keppt er í tuttugu greinum. Keppni stendur yfir í 17 daga og taka um 6000 íþróttamenn frá Ólympíuþjóðum Evrópu þátt. Árið 2015 fóru fyrstu leikarnir fram í Bakú í Azerbaijan. 

Hér má sjá íslenska þátttakendur á Evrópuleikum

Vefsíða Evrópuleikanna

Facebook síða Evrópuleikanna

2015 - Bakú


2015 - Bakú
 • 28.06.2017 08:55

  Evrópuleikarnir 2019

  Borgin Minsk í Hvíta-Rússlandi virðist vera vel í stakk búin til þess að halda Evrópuleikana 2019. Nokkur stórmót hafa verið haldin í Minsk síðastliðin ár, meðal annars ýmis Heimsmeistaramót og Evrópumeistaramót og eru íþróttaleikvangar og aðrar aðstæður til íþróttakeppni til fyrirmyndar.
  Sjá nánar
  26.10.2016 08:35

  Evrópuleikarnir í Minsk

  Evrópuleikarnir 2019 munu fara fram í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, árið 2019. Leikarnir munu þá fara fram í annað sinn, en fyrstu Evrópuleikarnir fóru fram í Bakú í Azerbaijan í júní árið 2015. Leikarnir eru haldnir á vegum Evrópusambands ólympíunefnda (EOC). Sú ákvörðun að Minsk yrði gestgjafi leikanna var tekin þann 21. október sl. á 45. ársþingi Evrópusambands ólympíunefnda í Minsk. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ voru á meðal þeirra sem sátu ársþingið.
  Sjá nánar
  13.06.2016 15:39

  Ár frá fyrstu Evrópuleikunum

  Evrópuleikar voru haldnir í fyrsta sinn í Baku í Azerbaijan fyrir ári síðan. Leikarnir stóðu frá 12. - 28. júní og var framkvæmd og umgjörð leikanna til fyrirmyndar.
  Sjá nánar
  28.06.2015 12:39

  Lokahátíð á Evrópuleikum

  Í kvöld fer fram lokahátíð Evrópuleikanna í Bakú. Má búast við að hún verði glæsileg, enda hefur ekki verið sparað við mannvirki og viðburði á þessum fyrstu Evrópuleikum. Kári Gunnarsson, badmintonmaður, verður fánaberi Íslands á hátíðinni í kvöld.
  Sjá nánar
  27.06.2015 05:41

  Keppni lokið hjá Íslendingum í Bakú

  Í dag, laugardaginn 27. júní, luku Íslendingar keppni á Evrópuleikunum í Bakú. Síðasti keppandi Íslands var Bryndís Bolladóttir sem keppti í 50m flugsundi. Synti hún á 29.43 sek. og varð fjórða í sínum riðli, og í 39. sæti af 50. keppendum.
  Sjá nánar
  23.06.2015 10:53

  Sundkeppnin hafin á Evrópuleikunum

  Í morgun hófst keppni í sundi á Evrópuleikunum í Bakú. Keppnin er jafnframt Evrópumeistaramót unglinga í sundi og þar keppa margir af efnilegustu sundmönnum álfunnar. Ísland á fimm keppendur í sundi á leikunum og kepptu þau öll í morgun.
  Sjá nánar
  22.06.2015 11:17

  Evrópuleikar í Bakú

  Síðustu íslensku keppendurnir mættir til Bakú og Sara Högnadóttir sigrar í fyrsta leik í einliðaleik kvenna.
  Sjá nánar
  20.06.2015 12:32

  Ásgeir fimmti á Evrópuleikum

  Þrír Íslendingar kepptu í dag á Evrópuleikunum í Bakú. Ásgeir Sigurgeirsson komst í úrslit með fríbyssu af 50 metra færi og endaði fimmti.
  Sjá nánar
  13.06.2015 22:04

  Forseti ÍSÍ veitir verðlaun á Evrópuleikunum

  Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ afhenti verðlaun í tveimur þyngdarflokkum karla í grísk-rómverskri glímu á Evrópuleikunum í Baku í Azerbaijan í dag. Verðlaunapeningar leikanna eru hannaðir af skartgripafyrirtækinu Adamas, í samstarfi við listakonuna Nargiz Huseynova. Fallegt mynstrið á framhlið peninganna er einkennandi fyrir Azerbaijan, sem hýsir þessa fyrstu Evrópuleika. Á bakhlið peninganna er svo merki Evrópusambands ólympíunefnda.
  Sjá nánar
  13.06.2015 14:28

  Bakú 2015 - Íslendingar hefja keppni

  Á morgun sunnudaginn 14. júní hefja íslenskir keppendur leik á Evrópuleikunum í Bakú. Telma Rut Frímannsdóttir keppir fyrst Íslendinga en bardagi hennar á móti Elena Quirici frá Sviss hefst kl. 11:12 að staðartíma.
  Sjá nánar
  12.06.2015 14:33

  Evrópuleikarnir settir í kvöld

  Fyrstu Evrópuleikarnir verða settir í kvöld í Baku í Azerbaijan við hátíðlega athöfn. Leikarnir munu standa frá 12. - 28. júní og eru keppnisdagarnir á leikunum sautján. Um 6.000 keppendur og 3.000 aðstoðarmenn munu taka þátt og keppt er í íþróttagreinum tuttugu alþjóðlegra sérsambanda.
  Sjá nánar
  27.04.2015 10:21

  Evrópuleikar – Baku 2015

  Á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ, fimmtudaginn 16. apríl sl. var fjallað um þátttöku Íslands á Evrópuleikunum í Baku í Azerbaijan. Í fjölmörgum íþróttagreinum hafa íslenskir keppendur unnið sér inn keppnisrétt og hafa formleg erindi borist til ÍSÍ og sérsambanda vegna þessa.
  Sjá nánar
  10.04.2015 09:36

  63 dagar til Evrópuleika

  Fyrstu Evrópuleikarnir fara fram í Baku í Azerbaijan dagana 12. til 28. júní 2015. Í dag eru 63 dagar til leikanna. Það kemur í ljós á næstu vikum hverjum, og úr hvaða greinum, tekst að tryggja sér þátttökurétt á leikunum.
  Sjá nánar
  04.03.2015 09:15

  100 dagar til Evrópuleika í Baku

  Fyrstu Evrópuleikarnir fara fram í Baku í Azerbaijan dagana 12. til 28. júní 2015. Í dag eru 100 dagar til leika og haldið verður upp á það um alla Evrópu. Evrópskar ólympíunefndir vekja athygli á deginum hver með sínum hætti. Staðan er misjöfn milli greina hvort búið sé að velja þátttakendur eða ekki.
  Sjá nánar
  10.12.2012 10:08

  Evrópuleikar 2015 og EYOF 2017

  Á 41. aðalfundi Evrópsku Ólympíunefndanna (EOC) sem fram fór í Róm um síðustu helgi var samþykkt að árið 2015 fari fram Evópuleikar, eða nokkurs konar Ólympíuleikar Evrópu, og munu þeir fara fram í Baku, höfuðborg Azerbaijan.
  Sjá nánar