Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Ólympíuhópur ÍSÍ

Ólympíuleikarnir fara fram í París í Frakklandi 26. júlí til 11. ágúst 2024. 

Neðangreindir einstaklingar mynda Ólympíuhóp ÍSÍ. Þeir hafa nú þegar tryggt sér þátttökurétt á leikunum eða eru mjög líklegir til að tryggja sig á leikana á næstu misserum. Æfingar og almennur undirbúningur stendur sem hæst hjá öllum og hópurinn hittist reglulega, sem er hluti af hinum félagslega og andlega undirbúningi fyrir leikana sjálfa. 

Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ, heldur utan um hópinn.

Anton Sveinn McKee, bringusund

Er fyrsti keppandinn í Ólympíuhópi ÍSÍ sem tryggði sér þátttökurétt á Ólympíuleikana, en það var í júlí 2023.

30 ára og syndir fyrir Sundfélag Hafnarfjarðar.

Byrjaði mjög ungur að synda og hefur synt alla tíð.

Hér er Instagramsíða Antons Sveins

Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut

Er annar keppandinn í Ólympíuhópi ÍSÍ inn á Ólympíuleikana en Guðlaug fékk boð um þátttöku í maí 2024.

29 ára og æfir bæði á Íslandi og erlendis.

Byrjaði að æfa þríþraut árið 2017.

Hér er Instagramsíða Guðlaugar Eddu

Hákon Þór Svavarsson, haglabyssuskotfimi

Er þriðji keppandinn í Ólympíuhópi ÍSÍ inn á Ólympíuleikana en Hákon fékk boð um þátttöku í júní 2024.

45 ára æfir með Skotíþróttafélagi Suðurlands.

Byrjaði að æfa 21 árs. 

Hér er Instagramsíða Hákons Þórs


Baldvin Þór Magnússon, 5000m hlaup

25 ára og æfir erlendis.

Byrjaði að hlaupa 12 ára.

Hér er Instagramsíða Baldvins Þórs

Eygló Fanndal Sturludóttir, ólympískar lyftingar

22 ára og keppir fyrir hönd Lyftingafélags Reykjavíkur.

Byrjaði að æfa ólympískar lyftingar árið 2020.

Hér er Instagramsíða Eyglóar

Erna Sóley Gunnarsdóttir, kúluvarp

24 ára og æfir með ÍR.

Byrjaði 9 ára í frjálsum íþróttum.

Hér er Instagramsíða Ernu Sóleyjar

Guðni Valur Guðnason, kringlukast

28 ára æfir með ÍR.

Byrjaði að æfa kringlukast árið 2014.

Hér er Instagramsíða Guðna Vals

Hilmar Örn Jónsson, sleggjukast

28 ára og æfir með FH.

Byrjaði 12 ára að æfa frjálsar og 15 ára í sleggjukasti.

Hér er Instagramsíða Hilmars Arnar

Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, taekwondo

29 ára og æfir með Björk.

Byrjaði árið 2002 að æfa taekwondo.  

Hér er Instagramsíða Ingibjargar Erlu

Snæfríður Sól Jórunnardóttir, skriðsund

23 ára og æfir með Aalborg svömmeklub.

Byrjaði mjög ung að synda og hefur synt alla tíð.  

Hér er Instagramsíða Snæfríðar Sólar

Svana Bjarnason, klifur

32 ára og æfir með Blackout í Frakklandi.

Byrjaði að klifra um 10 ára aldurinn.  

Hér er Instagramsíða Svönu

Thelma Aðalsteinsdóttir, áhaldafimleikar

23 ára og æfir með Gerplu.

Byrjaði að æfa 3 ára.  

Hér er Instagramsíða Thelmu

Valgarð Reinhardsson, áhaldafimleikar

27 ára og æfir með Gerplu.

Byrjaði að æfa 5 ára.  

Hér er Instagramsíða Valgarðs