Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

09.02.2018 - 25.02.2018

PyeongChang 2018

Vetrarólympíuleikarnir árið 2018 fara fram...
10.03.2018 - 10.03.2018

Ársþing HSK 2018

Ársþing Héraðssambandsins Skarphéðins verður...
22

Felix - félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ

Felix er miðlægt tölvukerfi ÍSÍ og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) og heldur utan um íþróttaiðkendur á Íslandi. Kerfið var fyrst tekið í notkun árið 2004 og er hannað  af hugbúnaðarfyrirtækinu Idega. Nýtt og endurbætt kerfi var svo tekið í notkun snemma árs 2017.

Íþróttafélög innan ÍSÍ og UMFÍ hafa beinan aðgang inn í kerfið í gegnum helstu vafra sem eru á markaðnum s.s. Internet Explorer og Firefox. Kerfið fá sambandsaðilar til notkunar endurgjaldslaust og nýtist til að halda utan um daglega skráningu þátttakenda í íþróttastarfinu.

Þjóðskrá kerfisins er uppfærð mánaðarlega sem auðveldar til muna allt utanumhald. Þá er hægt að halda utan um netföng einstaklinga og senda tölvupóst beint úr kerfinu.

Kerfið býður upp á öfluga aðgangsstýringu sem gerir félögum kleift að aðgangstýra kerfinu. Þannig er t.d. hægt að gefa þjálfurum aðgang til að skrá og uppfæra sína iðkendur og allar breytingar sem verða högum iðkenda breytast miðlægt sem tryggir að alltaf er verið að vinna með réttar upplýsingar.

Kerfið er einnig notað til að senda inn árlegar upplýsingar til ÍSÍ, svokallaðar starfsskýrslur ÍSÍ, sem félögum ber að skila skv. lögum ÍSÍ fyrir 15. apríl ár hvert. Skýrslurnar innihalda félaga- og iðkendatal, upplýsingar um stjórn sem og lykiltölur úr ársreikningum.

Þessar upplýsingar eru afar mikilvægar og á þeim byggir tölfræði íþróttahreyfingarinnar sem m.a. er notuð í samskiptum við opinbera aðila.
 
Þá geta félög, héraðssambönd og sérsambönd sótt sína eigin tölfræði inn í kerfið sem geta m.a. nýst við stefnumótun og til að fylgjast með þróun í viðkomandi einingu, kynjaskiptingu, aldursgreiningu o.fl.