Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Betra félag

Hér má finna ýmsar upplýsingar er varða skipulagslega þætti íþróttafélags, sérsambands og íþróttahéraðs.

Hér á Vimeo-síðu ÍSÍ og hér fyrir neðan má sjá fjögur myndbönd sem gerð voru í tengslum við verkefnið Betra félag. 

Saga
Mikilvægt að taka saman sögulegt yfirlit og hafa einhverjar leiðir til þess að halda utan um skrár, s.s. fundagerðir, fundarsamþykktir, mót, úrslit, sigurvegara, birt efni í fjölmiðlum, blöð og annað útgefið efni sem hægt er að notast við til skráningar. Við hátíðarafmæli er athugandi að taka saman afmælisrit sem fjallar meðal annars um sögu sambandsins.

Tilgangur og hlutverk
Þó svo að greint sé frá helsta tilgangi og hlutverkum héraðs- og sérsambanda í lögum ÍSÍ þá hefur hvert og eitt samband/íþróttafélag sinn sérstaka tilgang og hlutverk. Þess er yfirleitt getið í lögum hvers íþróttafélags/héraðs- og sérsambands.