- Forsíða :
- Helstu verkefni í fræðslumálum
Algengar spurningar og svör
Neðangreindar spurningar og svör eru unnin með það að markmiði að lýsa lagaumhverfi í núverandi ástandi vegna COVID-19 veirunnar.
Lagaleg greining á tilteknum álitamálum er almenn og leiðbeinandi og hefur ekki að geyma tæmandi svör eða lagalega niðurstöðu fyrir öll álitamál. Hvert mál verður að meta sérstaklega með einstaklingsbundnum hætti.
Markmiðið er að lýsa almennum réttarreglum á þeim sviðum sem álitamál geta komið upp.
Í 2. mgr. 12. gr. laga um sóttvarnir hefur ráðherra heimild, að fenginni tillögu sóttvarnarlæknis, til grípa til opinberra sóttvarnarráðstafana. Í greininni felst að ráðherra hafi heimild til að grípa til samkomubanns sem er ráðstöfun þar sem takmarkað er hve margir einstaklingar geti hist fyrir á hverjum tíma. Þann 13. mars 2020 virkjaði ráðherra ofangreinda heimild og setti á samkomubann að óheimilt væri fyrir 100 manns og fleiri að koma saman frá og með miðnætti 16. mars 2020 í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins. Þann 22. mars tilkynnti ráðherra hertar ráðstafanir í þessum efnum og tilkynnti samkomubann þar sem óheimilt væri fyrir 20 manns og fleiri að koma saman frá og með miðnætti 24. mars 2020.
Í ljósi ofangreinds tilkynnti Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) þann 20. mars 2020 í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið að hlé yrði gert á öllu íþrótta- og æskulýðsstarfi barna og ungmenna og að skipuleggjendur annars íþrótta- og æskulýðsstarfi geri hlé á starfi sem felur í sér snertingu eða nálægð sem er minni en 2 metrar.
Í kjölfarið hafa mörg sérsambönd lagt niður keppni tímabundið, frestað mótum eða jafnvel lokið keppnistímabili snemma vegna þeirri hættu sem stafar af veirunni ásamt því að íþróttafélög og sveitarfélög hafa lokað íþróttamannvirkjum tímabundið.
Já. Brjóti félag í bága við lög, í þessu tilviki sóttvarnarlög, getur félagið verið sektað fyrir að halda uppi reglulegu íþróttastarfi séu 20 manns eða fleiri sem koma saman og ekki er farið eftir reglum um samkomubann.
Meginreglan er sú að milli aðalfunda félaga fer stjórn með málefni félags, gætir hagsmuna þess og tekur ákvarðanir fyrir félagið í heild. Stjórn verður því hverju sinni að meta hættuna og afleiðingar af veirunni fyrir félagið. Ef aðalfundur skal fara fram samkvæmt lögum félags fyrir tiltekinn dag en ekki er hægt að halda aðalfund vegna samkomubanns, eða annarrar tilskipunar frá hinu opinbera, er félögum heimilt að víkja frá þeim tímamörkum og halda aðalfund utan tímabils laganna. Stjórn skal svo fljótt sem auðið er boða til aðalfundar þegar samkomubanni hefur verið aflétt.
Nei. Stjórnir verða að halda sig innan marka laga félagsins og taka ekki ákvarðanir sem ganga í berhögg við þau. Ákvarðanir svo sem um félagsgjöld verða því að bíða þar til aðalfundur hefur verið haldinn.
Nei. Ekki þarf að sækja um sérstakan frest hjá Íþrótta- og Ólympíusambandinu eða öðrum sambandsaðilum ef ekki næst að halda aðalfund félags fyrir frest tiltekinn í lögum félagsins. Heldur skal halda fundinn svo fljótt sem auðið er eftir að samkomubanni hefur verið aflétt.
Nei. Fylgja þarf lögum félags um boðunarfresti þegar boða á aðalfund. Að öðrum kosti er aðalfundur ekki gildur.
Komi upp sú staða að samkomubanni sé aflétt rétt fyrir þann dag sem aðalfund ber að halda, samkvæmt lögum félags, skal samt sem áður fylgja reglum um boðun aðalfundar með tilheyrandi frestum. Breytir þar engu um þó aðalfundur verði af þeim sökum haldinn eftir það tímamark sem segir í lögum félagsins.
Nei. Stjórn skal kosin á aðalfundi og er stjórn ekki heimilt að skipa nýjan aðila inn í stjórn þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður. Stjórn getur þó ákveðið að fela einstökum aðilum verkefni fyrir hönd félagsins telji þeir sérstaka þörf á aðstoð.
Félagsgjöld eru gjöld sem einstaklingar leggja félagi í té til þess að verða fullgildur meðlimur félagsins. Engin skylda liggur á íþróttafélögum að veita þjónustu eða endurgjald fyrir félagsgjöld en þeir sem greitt hafa félagsgjöld geta verið virkir meðlimir innan félagsins og hafa atkvæðisrétt á aðalfundi. Einnig getur verið að félagsmenn njóti annarskonar fríðinda svo sem kaffisamsæti eða annarskonar félagsskapar innan félagsins. Félagsgjöld eru óafturkræf þegar þau hafa verið innt af hendi og skapast ekki endurgreiðsluskylda þó svo að starfsemi íþróttafélags sé lögð niður.
Æfingagjöld eru gjöld sem hafa verið innt af hendi til íþróttafélags til þess að njóta þjónustu í formi skipulegra æfinga á íþrótt undir handleiðslu þjálfara félagsins. Sé þjónusta skert eða lögð niður að einhverju leyti verður að kanna hvort endurgreiðsluréttur geti skapast. Meginreglan er sú að þegar æfingar falla niður vegna einhliða ákvörðunar félags geti skapast endurgreiðsluréttur á æfingagjöldum þar sem ekki er veitt sú þjónusta sem borgað er fyrir. Þegar þjónusta skerðist eða er lögð niður af öðrum ástæðum sem íþróttafélaginu sjálfu verður ekki kennt um skapast ekki réttur til endurgreiðslu æfingagjalda heldur er um að ræða ómöguleika um að inna af hendi þjónustu. Samkomubönn vegna útbreiðslu veirunnar gera íþróttafélögum ekki kleift að halda úti skipulegar æfingar og verður íþróttafélögum ekki sjálfum um kennt að þjónusta skerðist eða er lögð niður tímabundið. Mörg íþróttafélög hafa lengt æfingatímabil og veitt iðkendum þjónustu í formi fjarþjálfunar til að koma til móts við iðkendur vegna niðurfellinga á æfingum.
Sambandsaðilar og fyrirtæki gætu staðið frammi fyrir vandamálum við efndir á samstarfssamningum svo sem styrktarsamningum í formi auglýsinga eða annarra samninga sem fyrir hendi eru. Fyrirtæki gætu átt í fjárhagsvandræðum vegna stöðunnar á vinnumarkaði og geta því ekki efnt samninga ásamt því að félög geta lent í vandræðum með að efna sinn enda samnings svo sem með auglýsingum eða öðru sem tiltekið er í samstarfssamningi aðila.
Hér að neðan höfum við útbúið almennar leiðbeiningar hvernig beri að nálgast álitaefni sem geta risið vegna framangreinds en vakin er athygli á því að hvert félag verður að meta stöðu sína sjálfstætt og aðeins er um almennar leiðbeiningar að ræða.
Ábyrgð stjórnar
Stjórn gætir hagsmuna félags milli aðalfunda, metur og ber ábyrgð á því hvaða ráðstafanir eru nauðsynlegar vegna stöðunnar í samfélaginu.
Yfirsýn yfir virka samstarfssamninga og aðra samninga félagsins
Flest íþróttafélög eru með í gildi marga mismunandi samninga hvort sem um ræðir samstarfssamninga, leigu á aðstöðu, kaup eða sala á þjónustu o.s.frv.
Mikilvægt er að stjórnin átti sig á því hvaða samningar eru í gildi og fái yfirsýn yfir réttindi og skyldur samninganna. Þá er ekki víst að ákvarðanir teknar vegna veirunnar hafi neikvæð áhrif á alla samninga og ber stjórnum félaga að kanna eftir bestu hvaða áhrif veiran hefur á hvern og einn samning.
Stjórninni ber að leggja mat á hvort fyrir hendi séu hindranir við efndir á samningum félagsins
Það er hagur allra sem koma að gagnkvæmu samkomulagi að mögulegar neikvæðar afleiðingar veirunnar séu uppi á borðinu frekar en að leynt sé farið með atriði sem geta haft áhrif á stöðu samningsins. Stjórnin verður að leggja sjálfstætt mat á hvaða mögulegu vandamál geta komið upp vegna þeirrar aðstöðu sem ákvarðanir vegna veirunnar hafa orsakað í íslensku samfélagi og áhrif þeirra á samninga félagsins. Þá ber þeim sérstaklega að kanna mögulegar hindranir sem geta komið upp við efndir samningsins. Félagið getur bæði verið skuldbundið til þess að inna eitthvað af hendi en það er einnig mikilvægt að kanna hvort félagið eigi rétt sem ástandið hefur ekki áhrif á.
Þegar stjórn hefur lokið könnun á réttindum og skyldum sínum samkvæmt samningum verður að forgangsraða samningum eftir mikilvægi. Hafi félög gert samninga við einstaklinga sem treysta á laun eða framfærslu í samningi við íþróttafélag verður að leysa úr því sem fyrst.
Tryggingar og tryggingaskilmálar
Hafi íþróttafélag tekið tryggingar hjá tryggingafélagi ber stjórn félagsins að kanna hvort tegund tryggingarinnar og hvort hún eigi við um fjárhagslegt tjón sem íþróttafélagið verður fyrir vegna faraldursins t.d. rekstrarstöðvunartrygging.
Stjórninni ber að kanna tryggingaskilmála tryggingarinnar og hafa samband við tryggingafélagið varðandi stöðu félagsins vegna faraldursins. Sérstaklega verður að kanna hvort að tryggingin haldi gildi sínu óháð því þó um óviðráðanlegar aðstæður sé að ræða, svo sem veirufaraldur.
Persónuvernd á tímum veirufaraldurs
Ýmsar spurningar vakna um persónuupplýsingar þegar kemur að veirunni. Enginn vill smitast ásamt því að enginn vill smita aðra. Heilsufarsupplýsingar eru hins vegar persónuupplýsingar sem ekki er hægt að krefjast að aðilar gefi upp nema að sérstökum skilyrðum uppfylltum.
Upplýsingar um það hvort einstaklingur sé veikur, eða smitaður af veirunni eða ekki, eru heilsufarsupplýsingar sem almennt er óheimilt að safna og vinna án samþykkis hins skráða.
Í vinnusambandi er launþega skylt að tilkynna atvinnurekanda svo fljótt sem við verður komið um veikindi með réttum hætti eins og lög og kjarasamningur kveða á um sbr. lög nr. 19/1979. Virkjast þá veikindaréttur launþega. Atvinnurekanda er heimilt að krefja launþega um læknisvottorð og sönnun á forföllum vegna veikinda.
Sé launþegi skikkaður í sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda á hann rétt til greiðslna frá vinnumálastofnun samkvæmt lögum um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda án þess að sýna merki þess að vera sýktir samþykkt þann 20. mars 2020.
Félög sem ráða til sín verktaka, með verktakasamningi, geta ekki krafist læknisvottorða frá verktaka en verktakar eiga heldur ekki rétt til launa í veikindatilfellum frá atvinnurekanda.
Þegar óljóst er hvort einstaklingi sé skylt að segja frá veikindum eða öðrum persónuupplýsingum um heilsufar, svo sem smiti, verður að telja að beita verði almennri skynsemi telja að viðkomandi haldi ekki leyndu frá aðilum í samskiptum við hann að því marki sem telja verður nauðsynlegt til þess að koma í veg fyrir smit og jafnvel frekari samfélagssmit í þjóðfélaginu.