Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27.03.2025 - 27.03.2025

Ársþing HSK 2025

Ársþing Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK)...
27.03.2025 - 27.03.2025

Ársþing ÍS 2025

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
28

Fyrirmyndarhérað ÍSÍ

Fyrirmyndarhérað ÍSÍ er gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar er snýr að íþróttastarfi. 

Íþróttahéruð geta sótt um viðurkenninguna til ÍSÍ að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem finna má á gátlista Fyrirmyndarhéraða. Viðurkenningin gildir í fjögur ár.

Viðurkenningunni fylgja ýmsir kostir. Nefna má þætti eins og skipurit, skilgreingar á hlutverki stjórnar og starfsmanna, skýrar stefnur í málaflokkum eins og fræðslu- og forvarnarmálum, jafnréttismálum, umhverfismálum og félagsmálum auk persónuverndarstefnu og gerð siðareglna. 

ÍSÍ hvetur íþróttahéruðin til að sækja um þessa viðurkenningu og stuðla þannig að faglegra starfi í hreyfingunni.

Umsjón með verkefninu hefur Viðar Sigurjónsson (vidar@isi.is og 514-4000), sérfræðingur á Stjórnsýslusviði ÍSÍ. 

Upplýsingasíða um umsóknarferlið.

Hér má sjá myndband um Fyrirmyndarfélag ÍSÍ