Allir með leikarnir 9. nóvember
09.11.2024
Allir með leikarnir er hluti af verkefninu Allir með sem gengur út á að fjölga tækifærum fyrir börn með fatlanir í íþróttum. Markmið með leikunum er að kynna íþróttir fyrir þessum hópi og um leið að gera verkefnið sýnilegra í samfélaginu.
Leikarnir fara fram laugardaginn 9. nóvember bæði í Laugardalshöllinni og fimleikasal Ármanns og eru öll börn með fatlanir velkomin.
Leikarnir eru samstarfsverkefni og þeir aðilar sem koma að framkvæmd þeirra eru: Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Knattspyrnusamband Íslands, Handknattleikssamband Íslands, Körfuknattleikssamband Íslands, Fimleikasamband Íslands, Frjálsíþróttasamband Íslands og Íþróttasamband fatlaðra.