Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Söfnun og skráning á íþróttatengdum skjölum

18.04.2012

Þegar 100 dagar voru í Ólympíuleikana hóf ÍSÍ og Héraðsskjalasöfn á Íslandi samstarf sem snérist um skráningu og söfnun á íþróttatengdum skjölum og minni hlutum. Það sem um ræðir er m.a. ljósmyndir, myndbönd, fundargerðir, bréf, mótaskrár, félagaskrár, bókhald, merki og annað sem áhugavert sem kemur í ljós. Þessu samstarfið var ýtt úr vör í Borgarskjalasafni Reykjavíkur í byrjun mars.

Héraðsskjalasöfn, sem eru 20 á Íslandi, eru sjálfstæðar skjalavörslustofnanir á vegum sveitarfélaga er lúta faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands. Alls eru 25 íþróttahéruð á landinu, eða 7 íþróttabandalög og 18 héraðssambönd. Það er mikilvægt að við horfum til framtíðar og höldum því til haga því sem skrifað er, því sem myndað er og það sem gert er. Hvaða hugsjónir voru að baki, hvernig voru keppnisferðir fjármagnaðar, hverjir áttu metin fyrir hundrað árum síðan, hverjir voru í stjórnum? Mikilvægt er að við glötum ekki sögunni.