Haustfjarnám 2. stigs í þjálfaramenntun
10.10.2012Haustfjarnám 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ mun hefjast mánudaginn 22. október nk. og tekur það fimm vikur. Um er að ræða samtals 40 kennslustunda nám og er þátttökugjald kr. 18.000.- Námið er almennur hluti þjálfaramenntunar ÍSÍ og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Það er sjálfstætt framhald náms á 1. stigi þjálfaramenntunar ÍSÍ eða sambærilegs náms, s.s. náms í ÍÞF 1024. Skráning er á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000 og þarf henni að vera lokið fyrir fimmtudaginn 18. október. Með skráningu þarf að fylgja fullt nafn, kennitala, heimilisfang, netfang og símanúmer. Rétt til þátttöku hafa allir sem lokið hafa 1. stigi alm. hluta eða sambærilegu námi.
Allar nánari uppl. um fjarnámið og aðra þjálfaramenntun ÍSÍ gefur sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs í síma 460-1467 eða á vidar@isi.is
Allar nánari uppl. um fjarnámið og aðra þjálfaramenntun ÍSÍ gefur sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs í síma 460-1467 eða á vidar@isi.is