Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Sambandsaðilar funda um ólympíska leika

25.10.2012
Í gær, miðvikudaginn 24. október, hélt Afreks- og Ólympíusvið ÍSÍ fund með sérsamböndum og íþróttanefndum ÍSÍ þar sem á dagskrá voru þeir sumarleikar sem eru framundan á næstu árum.

Fundurinn hófst á umræðu um Ólympíuleikana 2012 í London þar sem fulltrúar þeirra sérsambanda er áttu keppendur á leikunum fóru yfir atriði sem snúa að undirbúningi og þátttöku sem og þá þætti sem hafa þarf í huga fyrir næstu leika.  Formaður sviðssins, Friðrik Einarsson og sviðsstjóri, Andri Stefánsson, fóru yfir fjölmörg mál sem snúa að þátttöku Íslands í erlendum verkefnum og kynntu helstu þætti þeirra.  Voru til umræðu Ólympíuleikarnir í Ríó 2016, Ólympíuleikar ungmenna í Nanjing 2014, Smáþjóðaleikar í Luxembourg 2013 og Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Utrecht 2013.

Þátttaka sambandsaðila á fundinum var með ágætum og ljóst var á umræðum fundarmanna að áhugi er á að vinna enn markvissara að undirbúningi og þátttöku í þeim verkefnum sem framundan eru.  Líkt og oft áður snerist umræðan um fjármögnun, kostnaðarhlutdeild þátttakenda, þjónustu fagteymis, skráningar og væntanlegan árangur.

Á hverju ári fara fram tvennir til þrennir ólympískir leikar þar sem ÍSÍ sendir þátttakendur.  Á þeim árum þar sem Smáþjóðaleikar og Ólympíuhátíðir Evrópuæskunnar fara fram koma 12 sérsambönd/íþróttanefndir ÍSÍ að þátttöku og taka á þriðja hundrað manns þátt í þessum verkefnum.