Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15.03.2025 - 15.03.2025

Ársþing KKÍ 2025

Ársþing Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ)...
13

Tveir Íslendingar kosnir í fastanefndir hjá Alþjóðaskylmingasambandinu

10.12.2012

Ársþing Alþjóðaskylmingasambandsins (FIE) var haldið í Moskvu um síðastliðna helgi. Tveir Íslendingar voru í kjöri til framkvæmdastjórnar og fastanefnda sambandsins.  Nikolay Mateev, framkvæmdastjóri Skylmingasambands Íslands tapaði naumlega kosningu til framkvæmdastjórnar en náði þess í stað kjöri  í fræðslu- og útbreiðslunefnd. Guðjón Ingi Gestsson, formaður Skylmingasambandsins, var kjörinn í tækninefnd sambandsins.