Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

Undirritun samnings vegna Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ

19.12.2012Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og UMF Stjarnan Garðabæ skrifuðu undir samning vegna Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ í dag, miðvikudaginn 19. desember. UMF Stjarnan tekur að sér að halda Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ í Garðabæ næstu þrjú árin. Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður Stjörnunnar, Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir, formaður Kvennahlaupsnefndar ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, skrifuðu undir samninginn.

Kvennahlaupið hefur farið fram í Garðabæ frá upphafi eða síðustu 23 árin. Fyrsta Kvennahlaup ÍSÍ var haldið 30. júní árið 1990 í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ. Hlaupið var í Garðabæ og á 7 stöðum um landið. Á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði, Laugum í Þingeyjarsýslu, Grundarfirði, Stykkishólmi og í Skaftafellssýslu. Rúmlega 2.000 konur tóku þátt í Garðabæ og um 500 konur á landsbyggðinni. Nú taka árlega um 16.000 konur þátt á 90 stöðum hérlendis og 16 stöðum erlendis.

Markmið Kvennahlaupsins er að hvetja og styðja konur á öllum aldri til aukinnar heilsueflingar. Kvennahlaupið höfðar til allra kvenna þar sem hægt er að velja mislangar vegalengdir. Engin tímataka er í hlaupinu og því ekki hlaupið nema til persónulegs sigurs.

Myndir með frétt