Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Eysteinn Þorvaldsson sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ

29.01.2013

Júdósamband Íslands hélt upp á 40 ára afmæli sitt 19. janúar síðastliðinn með afmælismóti í júdó og afmælishófi í Laugardalshöll í kjölfarið.  Sérstakir gestir sambandsins á þessum tímamótum voru Sergey Soloveychik, forseti Evrópska júdósambandsins, Michal Vachun varaforseti Evrópska júdósambandsins og fyrrum landsliðþjálfari Íslands í júdó og Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ.  Á afmælismótinu kepptu nokkrir af fremstu júdóköppum Evrópu í dag.

Við þetta tækifæri sæmdi Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ Eystein Þorvaldsson Heiðurkrossi ÍSÍ fyrir frábær störf í þágu júdóíþróttarinnar.  Eysteinn var kjörinn fyrsti formaður Júdósambands Íslands við stofnun þess árið 1973 og gegndi því embætti í 10 ár.