Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.04.2025 - 26.04.2025

Ársþing ÍF 2025

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) verður...
19

Opnunarhátíð Lífshlaupsins

05.02.2013

Opnunarhátíð Lífshlaupsins fer fram í Flataskóla í Garðabæ, á morgun, miðvikudaginn 6. febrúar klukkan 11:00. Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Geir Gunnlaugsson, landlæknir, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri og Ólöf Sigurðardóttir, skólastjóri munu flytja stutt hvatningarávörp og taka þátt í léttri þraut í anda skólahreysti ásamt nemendum Flataskóla.

Fjórir þátttakendur í einstaklingskeppni Lífshlaupsins, sem hreyfðu sig í 335 daga samfellt, fá afhent platínumerki Lífshlaupsins.