Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
14

Brasov 2013 - Fjórði keppnisdagur

21.02.2013

Í dag var fjórði keppnisdagur á 11. Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Brasov í Rúmeníu.  Íslensku keppendurnir tóku þátt í listhlaupi á skautum, svigi pilta sem og í sprettgöngu pilta og stúlkna.

Í svigi pilta voru 97 skráðir til keppni og luku eingöngu 38 þeirra keppni.  Kristinn Logi Auðunsson stóð sig best Íslendinga og varð í 24. sæti á 102,55 punktum.  Arnór Reyr Rúnarsson varð í 31. sæti á 145,22 punktum.  Sigurður Hauksson og Jón Elí Rúnarsson lentu í vandræðum í fyrri ferð dagsins og luku ekki keppni.

Agnes Dís Brynjarsdóttir keppti í dag í listhlaupi á skautum og varð í 20. sæti í frjálsu æfingunum og fékk fyrir þær æfingar 55,37.  Hún varð því samanlagt í 20. sæti með einkunina 85,98 sem er glæsilegur árangur hjá henni, en í næstu sætum fyrir neðan hana voru stúlkur frá Spáni, Rúmeníu, Slóveníu og fleiri þjóðum.

Í sprettgöngu stúlkna voru 64 stúlkur skráðar til leiks.  Elena Dís Víðisdóttir varð í 62. sæti og Jónína Kristjánsdóttir í 63. sæti.  Í sprettgöngu pilta varð Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson í 73. sæti og Hákon Jónsson í 83. sæti af 87 keppendum.

Á morgun föstudag eru síðasti keppnisdagur hátíðarinnar.  Þá verður blönduð liðakeppni í skíðagöngu og í alpagreinum og á Ísland lið á báðum stöðum.  Í alpagreinum keppir íslenska liðið við lið Rúmeníu, en sigurvegarar þeirrar keppni mæta svo liði Ítala, sem er númer 2 í styrkleikaröð mótsins.  Um kvöldið fer fram lokahátíð leikanna þar sem Thelma Rut Jóhannsdóttir verður fánaberi Íslands.

Á myndinni má sjá Kristinn Loga eftir fyrri ferð í svigkeppni dagsins og Thelmu Rut sem verður fánaberi á lokahátíðinni.

Myndir með frétt