Ingimundur Ingimundarson heiðraður á ársþingi UMSB

Ingimundur er vel að heiðrinum kominn, hann hefur komið að starfi íþróttahreyfingarinnar um langt árabil, bæði á svæði UMSB og UÍA, sem þjálfari í frjálsíþróttum, sundi og boccia og sem framkvæmdastjóri UMSB svo fátt eitt sé nefnt. Hann var einnig formaður framkvæmdanefndar Landsmóts UMFÍ í Borgarnesi 1997 og síðar framkvæmdastjóri Landsmóts á Egilsstöðum 2001.