Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Ingimundur Ingimundarson heiðraður á ársþingi UMSB

13.03.2013Á ársþingi UMSB um síðastliðna helgi heiðraði Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ Ingimund Ingimundarson með Gullmerki ÍSÍ.  Meðfylgjandi mynd af þeim Ólafi og Ingimundi er tekin við þetta tækifæri.
Ingimundur er vel að heiðrinum kominn, hann hefur komið að starfi íþróttahreyfingarinnar um langt árabil, bæði á svæði UMSB og UÍA, sem þjálfari í frjálsíþróttum, sundi og boccia og sem framkvæmdastjóri UMSB svo fátt eitt sé nefnt.  Hann var einnig formaður framkvæmdanefndar Landsmóts UMFÍ í Borgarnesi 1997 og síðar framkvæmdastjóri Landsmóts á Egilsstöðum 2001.