Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Ársþing USVH

02.04.2013

Þing USVH var haldið 20. mars síðastliðinn. Góð mæting þingfulltrúa var á þingið og var það starfssamt.  Garðar Svansson, fulltrúi ÍSÍ á þinginu, flutti kveðju frá Ólafi Rafnssyni, forseta ÍSÍ, framkvæmdastjórn og starfsmönnum ÍSÍ.  Nokkrar breytingar urðu á stjórn sambandsins en Pétur Þröstur Baldursson gaf ekki kost á sér áfram í stjórn, eftir að hafa sinnt starfi varaformanns í 14 ár. Hans sæti tekur Reimar Marteinsson sem áður var meðstjórnandi og nýr meðstjórnandi er Vigdís Gunnarsdóttir sem áður var varamaður í stjórn.  Í varastjórn voru kjörin Halldór Sigfússon, Hörður Gylfason og Anna María Elíasdóttir sem hefur sinnt starfi framkvæmdastjóra undanfarin 6 ár en hefur nú sagt starfi sínu lausu. Nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn Þorsteinn Guðmundsson sem áður var í varastjórn USVH.

Á meðfylgjandi mynd má sjá íþróttanefnd þingsins að störfum.