Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

71. Íþróttaþing ÍSÍ

18.04.2013

71. Íþróttaþing ÍSÍ verður haldið á Hótel Reykjavík Natura dagana 19. og 20. apríl nk.  Þingsetning verður föstudaginn 19. apríl og hefst kl. 16:30.
Fyrir þinginu liggur tillaga um kosningu fjögurra nýrra Heiðursfélaga ÍSÍ, sem borin verður upp í upphafi þingsins.  Þá liggja fyrir þinginu margar tillögur um ýmis mál er varða málefni íþróttahreyfingarinnar og lesa má hér á heimasíðunni undir liðnum „Um ÍSÍ” og „Íþróttaþing 2013”.

Kosningar til forseta ÍSÍ og framkvæmdastjórnar ÍSÍ fara fram á laugardeginum 20. apríl.  Áætluð tímasetning kosninga er kl. 11:00.
Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ er einn í framboði í kjöri til forseta ÍSÍ. Í kjöri til framkvæmdastjórnar ÍSÍ eru 13 einstaklingar en þeir eru í stafrófsröð:   Friðrik Einarsson, Garðar Svansson, Guðmundur Ágúst Ingvarsson, Gunnar Bragason, Hafsteinn Pálsson, Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Helga H. Magnúsdóttir, Ingi Þór Ágústsson, Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir, Jón Gestur Viggósson, Lárus Blöndal, Sigríður Jónsdóttir og Örn Andrésson.

Laugardaginn 20. apríl kl. 13:00 mun mennta- og menningarmálaráðherra ávarpa þingið og opna nýjan vef ÍSÍ fyrir sjálfboðaliða í íþróttahreyfingunni.  Í kjölfarið mun verða útnefnt í þriðja sinn í Heiðurshöll ÍSÍ.

Gert er ráð fyrir að Íþróttaþinginu ljúki á laugardagseftirmiðdag.