Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Stjórnmálavefur ÍSÍ og myndbönd frá fundi með frambjóðendum

22.04.2013

Nú styttist í kosningar til Alþingis og hefur ÍSÍ á undanförnum vikum unnið að því að fá fram með skýrum hætti hver stefna stjórnmálaflokka er í íþróttamálum.  Föstudaginn 19. apríl var fundur með frambjóðendum fimm stjórnmálaafla sem mælst hafa með 5% fylgi eða meira í skoðanakönnunum að undanförnu og var sá fundur bæði gagnlegur og áhugaverður.  Fulltrúar frá Framsóknarflokki, Vinstri Grænum, Samfylkingu, Bjartri framtíð og Sjálfstæðisflokki tóku þátt í fundinum en fulltrúi Pírata boðaði forföll. 

Viðar Garðarsson, formaður Íshokkísambands Íslands stjórnaði fundinum af mikilli röggsemi og sýndi frambjóðendum enga miskunn.  Upptökur frá fundinum er hægt að nálgast hér en einnig verða þær birtar á fésbókarsíðu ÍSÍ á næstu dögum en nú þegar eru komin myndbrot þar sem frambjóðendur gera grein fyrir afstöðu flokka sinna til tveggja mála, lýðréttinda íþróttamanna og ferðasjóðs íþróttahreyfingarinnar.


Einnig var sent til allra framboða til Alþingis bréf þar sem óskað var eftir svörum við sex mikilvægum spurningum.  Nú þegar hafa borist svör frá 5 framboðum og eru þau birt hér á heimasíðu ÍSÍ.

Spurningarnar sem lagðar voru fram voru:

  1. Hvaða stefnu hefur flokkurinn varðandi íþróttamál?
  2. Er flokkurinn reiðubúinn til að styðja og/eða standa að auknum fjárveitingum til íþróttastarfsins i landinu? 
  3. Með hvaða hætti vill flokkurinn stuðla að því að öll börn og ungmenni hafi jöfn tækifæri til að taka þátt í íþróttastarfi?
  4. Með hvaða hætti vill flokkurinn efla umhverfi afreksíþrótta, s.s. gagnvart
lýðréttindum afreksíþróttfólks og starfsemi sérsambanda ÍSÍ og ÍSÍ?
  5. Með hvaða hætti hyggst flokkurinn framfylgja íþróttastefnu ríkisins sem sett var fram árið 
2011 og ber yfirskriftina, „Stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytisins í íþróttamálum“?
  6. Mun þinn flokkur standa vörð um Íslenska getspá sem burðarás í fjármögnun íþróttahreyfingarinnar og Öryrkjabandalags Íslands?