Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10

Þrír einstaklingar bættust í Heiðurshöll ÍSÍ

22.04.2013

Á síðari degi 71. Íþróttaþings ÍSÍ voru þrír nýjir einstaklingar teknir í Heiðurshöll ÍSÍ.  Það voru þeir Sigurjón Pétursson, Jóhannes Jósefsson og Albert Guðmundsson.  Allir þessir einstaklingar eru látnir en afkomendur þeirra tóku við viðurkenningum fyrir hönd fjölskyldna þeirra og var þar á meðal Pétur Sigurjónsson sem þakkaði þinginu þann virðingarvott sem föður hans væri sýndur.  Hann færði ÍSÍ jafnframt að gjöf fána sem faðir hans lét gera árið 1930 með merki ÍSÍ.

Tveir nýjir einstaklingar eru nú komnir í varastjórn framkvæmdastjórnar ÍSÍ sem kjörin var á þinginu.  Það eru þeir Guðmundur Ágúst Ingvarsson og Ingi Þór Ágústsson og eru þeir boðnir velkomnir til starfa.  Út úr framkvæmdastjórn fóru þau Helga H. Magnúsdóttir og Gústaf Adólf Hjaltason, eru þeim færðar innilegar þakkir fyrir góð störf á vettvangi stjórnarinnar.

Framkvæmdastjórn er þannig skipuð
Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ
Friðrik Einarsson
Garðar Svansson
Gunnar Bragason
Hafsteinn Pálsson
Helga Steinunn Guðmundsdóttir
Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir
Jón Gestur Viggósson
Lárus Blöndal
Sigríður Jónsdóttir
Örn Andrésson
Varastjórn
Gunnlaugur Júlíusson
Guðmundur Ágúst Ingvarsson
Ingi Þór Ágústsson

Nánar verður gert grein fyrir samþykktum þingsins og öðrum þingstörfum á næstu dögum.