Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
5

Matthildur endurkjörin formaður USÚ

23.04.2013Ársþing Ungmennasambandsins Úlfljóts var haldið í Pakkhúsinu á Höfn í Hornafirði 15. apríl síðastliðinn.  Vel var mætt og gekk þingið vel fyrir sig.  Matthildur Ásmundsdóttir var endurkjörinn formaður sambandsins en ein breyting varð á stjórninni. Ólöf Þórhalla Magnúsdóttir ritari sambandsins lét af embætti og Páll Róbert Matthíasson var kjörinn í hennar stað.  Starf innan sambandsins var viðburðarríkt á síðasta ári og ljóst er að næg verkefni eru framundan við undirbúning og framkvæmd Unglingalandsmóts UMFÍ í sumar.
Rekstur sambandsins gengur vel og var niðurstaða síðasta rekstrarárs jákvæð. 
Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ mætti á þingið fyrir hönd ÍSÍ og ávarpaði þingið.